þriðjudagur, júlí 26, 2005


Vaggan tilbuin og profud  Posted by Picasa

Uti i gardi ad spula vogguna Posted by Picasa

Undirbúningur bumbubúa


Jæja þá er ég byrjuð að undirbúa komu bumbubúans. Ég tók mig til og keypti vöggu á fornsölu og þreif hana svo út í garði í dag. Síðan fór ég og keypti fallegt áklæði á hana og viti menn hún er bara alveg stór fín. Ég er líka búin að vera að sanka að mér einni og einni flík í hvítu, gulu eða grænu, en fatnaður í öðrum litum verður að bíða betri tíma. Ég hef verið beðin um bumbumyndir og hef verið að forðast það í lengstu lög en læt nú undan.

mánudagur, júlí 18, 2005

Sumar og bumbubúi

Nú er veturinn hálfnaður hjá okkur og daginn farið að lengja aftur. Annars er varla hægt að tala um vetur þar sem ekkert hefur snjóað og hitinn farið nokkrum sinnum niður fyrir frostmark á nóttunni. Það er hinsvegar oftast kalt inni í húsunum, því hér tíðkast ekki að einangra hús og menn kinda einfaldlega bara eitt herbergi í húsinu. Þó get ég ekki annað sagt, en að ég sé farin að hlakka til sumarsins. Innfæddir kiwiar segja að það byrji að hlýna verulega í lok águst og í september sé komið ágætasta vorveður. Bumbubúin á að koma í heiminn þann 17 september sem er príðis tímasetning. Ég hef þá ca 3-4 mánuði til þess að reyna að komast aftur í bikið mitt.

Hér getur að líta sónarmyndir (20 vikna) af litla krílinu sem er aldeilis farið að láta finna fyrir sér með spörkum og kýlingum. Við erum öll orðin voða spennt að hitta þennan fjörkálf. Birna Líf stendur samt fast á sínu og heldur því fram að þetta sé ekki stelpa eða strákur, heldur bara litið barn. Nú og ef hún þarf endilega að velja um bróður eða systur þá vill hún bara litla systur. Við höfum svona verið að reyna að koma því að að við getum illa stjórnað þessu og að kannski komi lítill bróðir. En hún gefur sig ekki og vill bara systur. Ásdís fann meira að segja barnabók sem fjallar einmitt um þetta vandamál og gaf Birnu Lif, en hún lætur samt ekki segjast. Það er greinilega eitthvað af Mýrarættarþrjósku í henni ;)

þriðjudagur, júlí 12, 2005

Flensa og saumó

Ég ætla nú að byrja á því að biðjast afsökunar á því hve langt er síðan ég bloggaði síðast. En ástæðan er sú að ég náði mér í flensu og hef varla komist á fætur í rúma viku. Þessi flensa á síðan eftir að ferðast til ykkar á norðurhveli. Kemur til ykkar í vetur. Ég get alveg óhikað mælt með bólusetningu gegn pöddunni.
Annars er allt annað gott að frétta. Við íslenska kvenfólkið í Christchurch höfum stofnað saumaklúbb, sem hittist á hálfsmánaðar fresti. Í þessu saumaklúbb erum við raunverulega að reyna að vinna eitthvað í höndunum. Ég t.d hafði það af, að kaupa prjóna og garn og stendur til að prjóna vettlinga á ófæddan bumbubúa. Menn verða að átta sig á að hér er um að ræða stórmerkilegan viðburð, því ég hef barist með kjafti og klóm gegn prjónum og saumnálum (eða hvers konar nálum) alla mína ævi. En Eftir heilt kvöldi af pepp-tali og loforðum um fullkominn stuðning saumaklúbbsmeðlima, lét ég s.s tilleiðast og keypti prjóna. Og nú hef ég setið í hálfan mánuð og prjónað slétt og brugðið, og mér var sannarlega brugðið ;) því að úr varð alls ekkert stroff (en stroff er þetta sem er neðst á vettlingunum og pró-prjónasnillingar nota þetta orð mikið ;) og það sem verra er, að þetta sem ég er að prjóna mynni afskaplega lítið á vettlinga. Ég hlakka þess vegna mikið til að fara í næsta saumaklúbb og fá góð ráð.