miðvikudagur, desember 27, 2006

Jólabörnin


Gleðileg jól


Við viljum óska öllum vinum og vandamönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við munum reyna að vera dugleg eftir sem áður að blogga á nýja árinu enda margt spennandi í vændum. Við flytjum inn í nýja húsið í febrúar, Svava byrjar í mastersnámi í biomedical engineering í háskólanum og margar spennandi fjölíþróttakeppnir eru í deiglunni...svona þegar Svava er búin að jafna sig í hendinni. Við stefnum að því að heimsækja klakann í júlí ef ég fæ frí í vinnunni og hittum þá vonandi sem flesta.


Jólin eru búin að vera dásamleg hérna hjá okkur. Við vorum með skötuveislu fyrir alla íslendinganna í Christchurch á Þorláksmessu og var hún mjög vel heppnuð. Við sáum um skötuna, hangikjöt, brennivín, jólaöl, harðfisk og laufabrauð. María og Bergur komu með heimabakað flatbrauð og Emma, Hera og Hirtirnir komu með rúgbrauð og heimagerðan eftirrétt.


Á aðfangadag vorum við með einn gest í mat...Ingó sem er í mastersnámi í verkfræði. Við vorum með risahumar í forrétt (ekki jafnstór og líflegur og sá sem við höfðum í fyrra). Í aðalrétt vorum við með dádýrshrygg sem Ingó og vinur hann veiddu og Ingó sá um að útbúa ris-ala-mand í eftirrétt.


Á jóladag fórum við svo í hangikjötsveislu til Maríu og Bergs og náðum að borða yfir okkur enn einn daginn í röð. Í gær, annan í jólum tókum við það svo bara rólega og fórum og spókuðum okkur í dýragarðinum með nesti og tilheyrandi.


Enn og aftur þá viljum við óska ykkur öllum gleðilegra jóla. Við höfum opnað myndasíðu með myndum og myndbandsbútum á www.svavahilmar.phanfare.com

fimmtudagur, desember 21, 2006

Útsýnið úr nýja húsinu


Í deiglunni

Sæl öll, ég er loks búinn að jafna mig eftir sjóvolkið þegar ég tapaði myndavélinni og því kominn tími á pistil. Krakkarnir eru komnir í jólafrí frá leikskólanum og ég er svo lukkulegur að fá vikufrí yfir jólin sem er meiri munaður en ég man nokkurn tímann eftir. Það er náttúrulega nóg að gera í jólaundirbúningnum hjá okkur og í gær vorum við að baka 3 síðustu smákökusortirnar fyrir jólin. Svava greyið var nú ekki heppnari en það að brjóta glasið sem hún var að nota til að skera út hringi í deigið fyrir hálfmánana og skarst glasið í vísifingur hægri handar hjá henni þannig að gera þurfti við taugina út í fingur. Henni líður bara ágætlega eftir aðgerðina en verður víst í spelku yfir jólin.
Af öðrum stórfréttum þá erum við búin að kaupa hús hér í Lyttelton, sjávarþorpinu sem við búum í. Þetta er 100 ára gamalt einbýlishús með fínum garði. Það er meira segja hæsnakofi sem hentar okkur alveg fullkomlega. Ég hef reyndar verið að heyra óskir um kanínur líka...en það verður bara að koma í ljós eftir að við flytjum inn. Ég veit ekki alveg hvar við eigum þá að koma fyrir geitinni og aligæsunum.

þriðjudagur, desember 19, 2006

Tekið til og þrifið fyrir jólin




Geta myndavélar synt?



Jæja við vitum að ekkert hafur gerst á blogginu .....algjörlega óafsakanlegt. En málið er að myndavélin stakk sér til sunds þegar hún fór með Hilmari á kæjakinn um daginn og hefur ekki tekið myndir síðan. Við erum nýbúin að kaupa aðra og hér koma nokkrar myndir frá jólaundirbúningnum okkar.

miðvikudagur, desember 06, 2006

Tuatara Myndir




Myndir




Fleiri myndir



Nú erum við aftur byrjuð að æfa fyrir næstu keppni af fullum krafti. Næsta keppni stendur yfir í þrjá daga og verður farið frá MT Cook til Christchurch. Þetta verður gríðalega skemmtilegt og við farin að hlakka mikið til. Ég veit að Kristbjörg frænka er með þríþrautar-dellu þessa dagana og er að gæla við að koma til okkar að keppa (ekki satt ;) En okkur vantar einn í liðið okkar og áhugasamir geta haft samband.. En hér eru fleiri myndir frá keppninni.

mánudagur, desember 04, 2006

Hilmar kemur í mark og keppninni þar með lokið












Fyrri keppnisdagurinn



Myndir Tuatara



Keppnin Tuatara og fleira

Tuatara Keppnin Jæja þá er fyrstu ,,multisport" keppninni okkar lokið. Hún er kannski ekki söguleg fyrir verðlaunasæti eða neitt slíkt, en við teljum samtað við höfum sýnt frækna frammistöðu með því að lenda þó ekki í síðasta sæti og öll náðum við mun betri tíma heldur en við bjuggumst við!Við skemmtum okkur alveg stórvel og Birna Líf og Árni Kristinn létu sér vel lynda að vera dregin um alla Banks peninsula um heila helgi, held baraað þau hafi haft gaman af. Nokkrum dögum fyrir keppnina hafði skipuleggjandi keppnarinnar samband við okkur og spurði hvort okkur væri ekki samaþótt að tekin væru viðtöl við okkur og myndir til kynningar á keppninni í framtíðinni. Okkur þótti það nú meira en sjálfsagt og daginn fyrirkeppnina kom myndatökuliðið að spjalla við okkur um fyrirkomulagið og kom þá í ljós að um var að ræða atvinnumenn frá Ný-Sjálenska sjónvarpinu.Þau eru að gera klukkustundar heimildarmynd um ,,multisport" á Nýja Sjálandi og helmingurinn af því verður um Tuatara keppnina með áherslu á liðið okkar! Sennilega vakti nafngiftin á liðinu ,,Eskimoes and Kiwi" athygli þeirra. Það var því úr að þau mættu svo klukkan 7 um morguninná keppnisdag til að fylgjast með okkar og taka viðtöl. Í gegnum alla keppnina vorum við svo hundelt á bílum, bátum og þyrlum og sennilega varþetta aðalástæðan fyrir því hvað við stóðum okkur vel. Afraksturinn verður svo sýndur í sjónvarpinu hér á Nýja Sjálandi í lok janúar og fáumvið eintök af þessu á DVD og lofum að senda ykkar heim til að skoða.Keppnin var ótrúlega vel skipulögð og skemmtileg. Kajakparturinn á degi 1 var mjög spennandi vegna slæms brims og sjóroks. Fyrir vikið endaðifjöldinn allur af ræðurum í sjónum og var ég sjálfur með sjóriðu um kvöldið. Að kvöldi fyrsta dags voru svo allir þáttakendurnir í tjöldum við Little River og var lifandi tónlist og geggjaður grillmatur í boði mótshaldara. Þetta var eiginlega eins og á besta landsmóti þar sem ungmennafélagsandinn sveimaði yfir vötnum.Dagur 1: Svava hljóp fjallahlaupið á 2:15, Hilmar Kajakaði á 2:01 og Shannon fjallahjólaði á 2:05Dagur 2: Shannon hljóp á 0:57, Svava fjallahjólaði á 2:15 og Hilmar Kajakaði á 1:45María og Heiðar voru í stuðningsmannaliðinu okkar og hjálpuðu með Árna Kristinn og Birnu Líf og að auki var María obinber ljósmyndari okkar á mótinu og hefðum við aldrei getað gert þetta án þeirra og viljum þakka þeim kærlega fyrir okkur