fimmtudagur, desember 29, 2005
Hremmingar með snuð Árna Kristins
Við fórum í dýragarðinn í Christchurch í dag sem er alltaf feykigaman. Þetta er í raun ekki hefðbundinn dýragarður heldur svokallaður wild life park þar sem dýrin fá mun meira pláss en í gamla sædýrasafninu. Birna Líf hjálpaði til við að gefa gíröffunum og var voðalega spennt yfir ljónunum að sjálfsögðu.
Þegar við vorum að borða hádegismatinn okkar voru nokkrar aðgangsharðar endur að berjast um brauðmolana sem féllu af borðinu. Það vildi hins vegar ekki betur til en svo að Árni Kristinn spýtti út úr sér snuðinu og það var ein öndin fljót á sér að taka það í gogginn og svo var hún að japla á því með Hilmar hlaupandi á eftir henni. Með fyndnari atriðum sem ég hef séð í dýragarði!
Annars viljum við hér á Nýja Sjálandi óska ykkur öllum gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs og við hlökkum til að hitta ykkur öll þegar við komum í heimsókn upp á klakann í september á næsta ári ;)
sunnudagur, desember 25, 2005
laugardagur, desember 24, 2005
Skata og jólatré
Jólaundirbúningurinn hér hinum megin á jarðarkringlunni hefur gengið með nokkuð hefðbundnu sniði að því undanskildu að helstu hráefnin eru alls ekki fáanleg. Við vorum hins vegar ekki á því að láta það stoppa okkur í því að halda upp á hefðbundin jól. Hilmar keypti því skötu fyrir rúmum mánuði sem hefur verið geymd í ísskápnum í vel einangruðu plastíláti. Fyrir viku síðan var hún svo söltuð og svo útvötnuð í þrjá daga. Í dag var svo haldin alvöru skötuveislu þar sem tíu Íslendingar gæddu sér á vel kæstri skötu.
Eftir skötuveisluna var eins og venjulega skotist í búðir til að ganga frá lausum endum og í kvöld var svo jólatréð skreytt og allir fengu jólaglögg eftir danskri uppskrift.
Við óskum öllum gleðilegra jóla og lofum að vera dugleg að ,,blogga" á nýju ári......he he.
Eftir skötuveisluna var eins og venjulega skotist í búðir til að ganga frá lausum endum og í kvöld var svo jólatréð skreytt og allir fengu jólaglögg eftir danskri uppskrift.
Við óskum öllum gleðilegra jóla og lofum að vera dugleg að ,,blogga" á nýju ári......he he.
mánudagur, desember 12, 2005
Laufabrauð og hangikjöt
Þó svo að við séum að halda upp á jól í mjög svo ólíku umhverfi og hitastigi en venjulega reynum við að halda í þær jólahefðir sem við erum vön. Þannig að um helgin héldum við laufabrauðsútskurð og jólaglögg. Við fengum í lið með okkur amerískt par sem er vinafólk Ásdísar og Svans. Þau komu með eggnog sem er drykkur sem búin er til úr eggjum, rjóma, sykri og út í er sett viskí, rosalega gott. Við keyptum svo reykt lambakjöt sem við suðum og buðum upp á rauðbeður,baunir og kartöflur með uppstúf. Þetta var alveg frábært og það eina sem vantaði var jólaölið. Laufabrauðsútskurðurinn gekk rosalega vel og ameríkanarnir komu með mjög skemmtilegar útgáfur að útskurði.
sunnudagur, desember 04, 2005
Jólinn farin að nálgast
jæja nú er farið að líða að því að mamma og pabbi komi út til okkar, og við Ásdís erum farnar að skipuleggja. Búnar að búa til lista yfir það sem á að baka, versla og svo auðvitað skipuleggja tiltekt. Nú það sem bakað verður er:
vondukökurnar
piparkökur
hálfmánar
vanilluhringir (ef við nennum :)
En að er svolítið öðruvísi að skiptuleggja jólin í sól og 30 stiga hita, maður vill miklu frekar liggja í sólbaði, grilla og sötra bjór. Annars hef ég lítið að segja í bili.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)