sunnudagur, apríl 29, 2007
miðvikudagur, apríl 18, 2007
Birnirnir þrír og Brooke Fraser
Nú er farið að hausta hjá okkur og daginn tekinn að stytta. Sem betur fer erum við með hitapumpu og kamínu til að halda hita á okkur í nýja húsinu.
Það er allt gott að frétta af okkur, nóg að gera hjá Svövu í skólanum og mér í vinnunni. Birna Líf getur ekki beðið eftir að byrja í nýja skólanum og núna eru innan við 2 mánuðir þar til hún verður loksins ,,skólastelpa" eins og hún er búin að vera að bíða eftir í langan, langan tíma.
Helgin var þokkalega viðburðarrík hjá okkur, sérstaklega sunnudagurinn. Við fórum í s.k. ,,cushion" theatre á barnaleikritið um birnina þrjá og Gullbrá.....,,the true story" Allir komu sem sagt með púða með sér til að sitja á þar sem allt fer fram í einum litlum sal. Við sátum því á fremsta bekk eða púða á meðan á leikritinu stóð. Árna Kristni fannst þetta mjög áhugavert og sat ósköp stilltur í um hálftíma en nennti síðan ekki meiru. Birna Líf var hins vegar alveg hugfangin af þessu og fékk eiginhandaráritanir frá litla birni og Gullbrá eftir sýninguna. Þetta var mjög gaman og fullt af tækifærum til að standa upp og teygja úr sér og dansa með leikurunum.
Um Kvöldið fórum við Svava svo á tónleika með Brooke Fraser, sem er NýSjálensk stórgóð söngkona. Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir og höldum við töluvert (meira) upp á þessa tónlistarkonu eftir tónleikana. Hún er greinilega mjög góð alhliða tónlistarkonu og syngur alveg ótrúlega vel. Hér er linkur á heimasíðuna hennar http://www.brookefraser.com/ fyrir áhugasama. Biðjum að heilsa í bili og setjum inn nýjar myndir á næstu dögum.
Það er allt gott að frétta af okkur, nóg að gera hjá Svövu í skólanum og mér í vinnunni. Birna Líf getur ekki beðið eftir að byrja í nýja skólanum og núna eru innan við 2 mánuðir þar til hún verður loksins ,,skólastelpa" eins og hún er búin að vera að bíða eftir í langan, langan tíma.
Helgin var þokkalega viðburðarrík hjá okkur, sérstaklega sunnudagurinn. Við fórum í s.k. ,,cushion" theatre á barnaleikritið um birnina þrjá og Gullbrá.....,,the true story" Allir komu sem sagt með púða með sér til að sitja á þar sem allt fer fram í einum litlum sal. Við sátum því á fremsta bekk eða púða á meðan á leikritinu stóð. Árna Kristni fannst þetta mjög áhugavert og sat ósköp stilltur í um hálftíma en nennti síðan ekki meiru. Birna Líf var hins vegar alveg hugfangin af þessu og fékk eiginhandaráritanir frá litla birni og Gullbrá eftir sýninguna. Þetta var mjög gaman og fullt af tækifærum til að standa upp og teygja úr sér og dansa með leikurunum.
Um Kvöldið fórum við Svava svo á tónleika með Brooke Fraser, sem er NýSjálensk stórgóð söngkona. Tónleikarnir voru mjög skemmtilegir og höldum við töluvert (meira) upp á þessa tónlistarkonu eftir tónleikana. Hún er greinilega mjög góð alhliða tónlistarkonu og syngur alveg ótrúlega vel. Hér er linkur á heimasíðuna hennar http://www.brookefraser.com/ fyrir áhugasama. Biðjum að heilsa í bili og setjum inn nýjar myndir á næstu dögum.
sunnudagur, apríl 08, 2007
Páskar 2007
Undanfarna daga höfum við verið að undirbúa páskana. Birna Líf er mjög spennt og leggur heilmikið á sig til þess að allt verði til búið fyrir páskana svo að Páskakanína komi nú örugglega til okkar með páskaegg. Húsið er allt skeytt með gulum blöðrum og svo settum við hvítaseríu í grein sem stendur inni í stofu skreytt með gulum slaufum. Í gærkveldi settum við svo disk með tómat og vínberjum út fyrir kanínuna (áttum ekki gulrótt) og svo var beðið með mikilli eftirvæntingu. Birna Líf vakti mig samviskusamlega kl 6:30 í morgun til þess að við gætu athugað hvort kanína hefði komið , en því miður urðum við að bíða eftir Hilmar sem var á næturvakt og kom ekki heim fyrr en 9:30. En sem betur fer hafði kanínan vit á að koma inn með nokkur pínulítil egg, sem var þó svolítil sárabót. En loksins þegar Hilmar kom æddum við út í garð að leita. Kanínan hafði hugvitsamlega merkt egginn með mynd af okkur (sem hún hafði líklega fundið á bloggsíðunni okkar :) og voru gríðaleg fagnaðarlæti. Það er nokkuð öruggt að ef einhver var ekki vaknaður í Lyttelton áður en við fórum út í garð þá var hann það nú.
Í kvöld ætlum við að hafa dádýrasteik , grillað ala Hilmar og Ingó ætlar að kíkja til okkar í mat.
Að lokum óskum við öllum gleðilegra páska
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)