þriðjudagur, júlí 12, 2005

Flensa og saumó

Ég ætla nú að byrja á því að biðjast afsökunar á því hve langt er síðan ég bloggaði síðast. En ástæðan er sú að ég náði mér í flensu og hef varla komist á fætur í rúma viku. Þessi flensa á síðan eftir að ferðast til ykkar á norðurhveli. Kemur til ykkar í vetur. Ég get alveg óhikað mælt með bólusetningu gegn pöddunni.
Annars er allt annað gott að frétta. Við íslenska kvenfólkið í Christchurch höfum stofnað saumaklúbb, sem hittist á hálfsmánaðar fresti. Í þessu saumaklúbb erum við raunverulega að reyna að vinna eitthvað í höndunum. Ég t.d hafði það af, að kaupa prjóna og garn og stendur til að prjóna vettlinga á ófæddan bumbubúa. Menn verða að átta sig á að hér er um að ræða stórmerkilegan viðburð, því ég hef barist með kjafti og klóm gegn prjónum og saumnálum (eða hvers konar nálum) alla mína ævi. En Eftir heilt kvöldi af pepp-tali og loforðum um fullkominn stuðning saumaklúbbsmeðlima, lét ég s.s tilleiðast og keypti prjóna. Og nú hef ég setið í hálfan mánuð og prjónað slétt og brugðið, og mér var sannarlega brugðið ;) því að úr varð alls ekkert stroff (en stroff er þetta sem er neðst á vettlingunum og pró-prjónasnillingar nota þetta orð mikið ;) og það sem verra er, að þetta sem ég er að prjóna mynni afskaplega lítið á vettlinga. Ég hlakka þess vegna mikið til að fara í næsta saumaklúbb og fá góð ráð.

6 ummæli:

Unknown sagði...

Hehehehe geturðu prjónað á mig sokka í leiðinni?

Nafnlaus sagði...

Síðasta vígið unnið muhaha :)
Asdis syst

Nafnlaus sagði...

jamm að lítur út fyir það...og varðandi sokkanna þá tek ég við pönntunum ...en það er ekki víst að ég geti afgreitt :)

Svava

Nafnlaus sagði...

já prjónaskapur er áhættusport! metnarfullt að byrja á vettlingum - ég hef fulla trú á að þér takist þetta! Það er greinilega eitthvað hormónaójafnvægi á meðgöngunni sem gerir það að verkum að ólíklegasta fólki tekst bæði að prjóna og hekla. Áfram Svava!
óla mamma

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ Var að rekast á bloggið þitt og ætla að fylgjast spennt með :) Ég tók líka prjónakast þegar ég var ólétt og prjónaði þessa líka fínu kaðlapeysu á Ásu mína. Bestu kveðjur, Rut

Nafnlaus sagði...

I get much in your theme really. thank your very much i will come every day! wedding jackets Louboutin Shoes Accessories