Nú er veturinn hálfnaður hjá okkur og daginn farið að lengja aftur. Annars er varla hægt að tala um vetur þar sem ekkert hefur snjóað og hitinn farið nokkrum sinnum niður fyrir frostmark á nóttunni. Það er hinsvegar oftast kalt inni í húsunum, því hér tíðkast ekki að einangra hús og menn kinda einfaldlega bara eitt herbergi í húsinu. Þó get ég ekki annað sagt, en að ég sé farin að hlakka til sumarsins. Innfæddir kiwiar segja að það byrji að hlýna verulega í lok águst og í september sé komið ágætasta vorveður. Bumbubúin á að koma í heiminn þann 17 september sem er príðis tímasetning. Ég hef þá ca 3-4 mánuði til þess að reyna að komast aftur í bikið mitt.
Hér getur að líta sónarmyndir (20 vikna) af litla krílinu sem er aldeilis farið að láta finna fyrir sér með spörkum og kýlingum. Við erum öll orðin voða spennt að hitta þennan fjörkálf. Birna Líf stendur samt fast á sínu og heldur því fram að þetta sé ekki stelpa eða strákur, heldur bara litið barn. Nú og ef hún þarf endilega að velja um bróður eða systur þá vill hún bara litla systur. Við höfum svona verið að reyna að koma því að að við getum illa stjórnað þessu og að kannski komi lítill bróðir. En hún gefur sig ekki og vill bara systur. Ásdís fann meira að segja barnabók sem fjallar einmitt um þetta vandamál og gaf Birnu Lif, en hún lætur samt ekki segjast. Það er greinilega eitthvað af Mýrarættarþrjósku í henni ;)
mánudagur, júlí 18, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Krílið tekur sig vel út á mynd. Skal trúa því að þið séuð orðin spennt. Það er nú ólíkt skemmtilegra að hafa þau í fanginu en inni í sér!! Vona að þér líði vel þennan síðasta hluta meðgöngunnar. Hvernig er það annars, ertu eitthvað á MSN eða notarðu skype-ið?
óla
ég er nú lítið á msn-inu en nota skype-ið mikið...við erum Hilmar Kjartansson á skype-inu :) það væri gaman að heyra í ykkur við tækifæri...við erum oftast online snemma á morgnanna eða á kvöldinn
kv Svava
Skrifa ummæli