þriðjudagur, júlí 26, 2005

Undirbúningur bumbubúa


Jæja þá er ég byrjuð að undirbúa komu bumbubúans. Ég tók mig til og keypti vöggu á fornsölu og þreif hana svo út í garði í dag. Síðan fór ég og keypti fallegt áklæði á hana og viti menn hún er bara alveg stór fín. Ég er líka búin að vera að sanka að mér einni og einni flík í hvítu, gulu eða grænu, en fatnaður í öðrum litum verður að bíða betri tíma. Ég hef verið beðin um bumbumyndir og hef verið að forðast það í lengstu lög en læt nú undan.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mér finnst þú vera mjög fallega ólétt og þér er alveg óhætt að setja fleiri bumbumyndir á síðuna :) Kv. Rut

Nafnlaus sagði...

takk fyrir þetta er fallega sagt
kv Svava