laugardagur, ágúst 27, 2005

37 vikur, 2-4 eftir


Jæja þá er loks farið að síga á seinni hlutann á þessari meðgöngu. Hilmar gengur með farsímann á sér öllum stundum og er tilbúin að stökkva af stað þegar kallið kemur. Birna Líf er búin að fá góða útskýringu á því hvernig þetta gengur fyrir sig. Fyrst fer mamma á spítalann að sækja litla barnið og kemur svo heim...hún skilur bara ekki hvers vegna við erum alltaf að bíða með að fara á spítalann. En ég er nú farin að ganga alveg eins og mörgæs og tel bara niður dagana.

mánudagur, ágúst 22, 2005


Leitad ad selum Posted by Picasa

Veidimadurinn mikli Posted by Picasa

Að veiða seli eða ekki ?


Við skelltum okkur í ferðalag til Kaikura um daginn. Þetta er afskaplega fallegur bær í ca 2-3 tíma akstri frá Christchurch, með reglulegum stoppum J. Þessi bær er aðallega þekkur fyrir hvalaskoðunarferðir og selanýlendum sem er í göngufæri frá bænum. Þetta hafði verði lítið friðsælt sjávarþorp þar til að einhverjum datt í hug að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir ein jólin. Síðan hefur þetta þorp breyst úr fiskveiðiþorpi í hvalaskoðunarmiðstöð. Við gátum því miður ekki farið í hvalaskoðunarferðir þar sem Birna Lif þurfti að vera a.m.k 5 ára gömul, þannig að við létum okkur nægja að heilsa upp á selina. Þetta er Ný Sjálenskir loðselir sem liggja þarna í hrönnum og nenna sig ekkert að hreifa þó svo að maður standi nánast ofan á þeim. Birna Lif var mikið hrifin og vildi endilega fara sem næst þeim. En svo braust út úr henni íslenska veiðieðlið og hún tók upp stein og sagði ,, komdu pabbi ég ætla að veiða þá, ég ætla að veiða þá með steinunum”. Hilmar nánast táraðist af stolti yfir þessum orðum dóttur sinnar og sagði myndi taka hana með sér á veiðar eftir fermingu. Ég þakkaði bara mínum sæla fyrir að enginn þarna í kring um okkur skildi íslensku þar sem þessir selir eru auðvitað friðaðir og miklu meiri glæpur að veiða þá en að drepa mann.

Getur ristill verið skemmtilegur?

Ný Sjálendingar hafa löngum verið þekktir fyrir að taka sig og sína lítt alvarlega. Og hér er eitt dæmi um slíkt. Á stærsta sjúkrahúsi Christchurch sem er einnig stærst á suðureynni var ákveðið að taka höndum saman við félag sem hefur verið að berjast meðal annars gegn ristilkrabbameini. Krökkum í skólunum í kring hefur verið boðið á kynningar og fræðslu um ristilkrabbamein. Nema hvað, til þess að gera þetta aðlagandi fyrir 10-12 ára krakka var búin til risastór Ristill sem tók upp nánast allt plássið í anddyri spítalans. Þar gátu krakkarnir fylgst með þar sem sérfræðingur í meltingarfærasjúkdómum, koma skríðandi út um ristilinn. Honum var auðvitað fagnað ákaft og svo fengu allir að prófa og upplifa innviði ristilsins með viðeigandi hljóð- og lykt. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og hugsa örugglega á annan hátt til þess úrgangs sem fólk er annars lítt hrifið af. Aðspurðir sögðu flestir að þetta hafi verið ,,öðruvísi" upplifun.
Já það er hægt að segja að sérfræðingnum hafi tekist hið ómögulega, þ.e að gera ristillinn að skemmtilegu og spennandi. Ég á því miður engar myndir af þessu uppátæki.