Ný Sjálendingar hafa löngum verið þekktir fyrir að taka sig og sína lítt alvarlega. Og hér er eitt dæmi um slíkt. Á stærsta sjúkrahúsi Christchurch sem er einnig stærst á suðureynni var ákveðið að taka höndum saman við félag sem hefur verið að berjast meðal annars gegn ristilkrabbameini. Krökkum í skólunum í kring hefur verið boðið á kynningar og fræðslu um ristilkrabbamein. Nema hvað, til þess að gera þetta aðlagandi fyrir 10-12 ára krakka var búin til risastór Ristill sem tók upp nánast allt plássið í anddyri spítalans. Þar gátu krakkarnir fylgst með þar sem sérfræðingur í meltingarfærasjúkdómum, koma skríðandi út um ristilinn. Honum var auðvitað fagnað ákaft og svo fengu allir að prófa og upplifa innviði ristilsins með viðeigandi hljóð- og lykt. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og hugsa örugglega á annan hátt til þess úrgangs sem fólk er annars lítt hrifið af. Aðspurðir sögðu flestir að þetta hafi verið ,,öðruvísi" upplifun.
Já það er hægt að segja að sérfræðingnum hafi tekist hið ómögulega, þ.e að gera ristillinn að skemmtilegu og spennandi. Ég á því miður engar myndir af þessu uppátæki.
mánudagur, ágúst 22, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli