mánudagur, nóvember 28, 2005

Mánuður frá síðasta bloggi og enginn lögleg afsökun :(

Jæja við erum búin að vera að bardúsa ýmislegt síðan ég bloggaði síðast. Við Hilmar skelltum okkur til Auckland á tónleika með Pavaroti og gistum hjá vinafólki okkar þar. Við tókum krakkana með og fengum þýska barnapíu sem stóð sig með prýði. Tónleikarnir voru alveg prýðilegir og ekki hægt að segja annað en að karlinn geti sungið sæmilega, en hann var ekki eins góður og ég hafði vonað. Sópran söngkonan sem var með honum, og víst eitthvað skild honum, var hins vegar alveg frábær og á örugglega eftir að vera áberandi í óperuheiminum.

Og nú svolítið um hrakfarir okkar Hilmars. Eins og þetta er nú allt afslappað og yndilslegt hérna úti höfum við Hilmar þurft að hafa samband við tryggingafélagið okkar tvisvar sinnum núna og eru þeir þegar farnir að sjá eftir því að hafa tryggt okkur. Nú í fyrsta lagi var hjólinu hans Hilmars stolið fyrir framan spítalann og þegar hann kom af kvöldvakt eitt sinn var hans hjól horfið en gamalt og slitið skilið eftir, hugulsamt af þjófinum að skilja samt eftir farakost :) og hvað haldiði mér er lifsins ómögulegt að muna eftir veskinu mínu og það hefur bara versnað síðan ég byrjaði með Árna Kristinn á brjósti. Ég s.s gleymdi veskinu mínu á kaffihúsi og það var auðvitað horfið þegar ég kom aftur. En það sem verst var, var að í veskinu var digital-myndavélin okkar með ca 100 myndum og ekkert bak-up til....ég er nú frekar svekkt yfir þessu. En ég fékk svipað veski í afmælisgjöf frá Hilmari og vonandi fáum við eitthvað úr tryggingunum.

Já maður er orðin 31 og aldrei verið unglegri... á afmælisdaginn minn fórum við um morgunin öll sömul á fallegt kaffihús og um kvöldið var haldið á jólatónleika í Hagley-garðinum (einskonar central park hérna). Þar mætum við með glæsilegt nesti, stóla og teppi og hlustuðum á jólalög í yndislega fallegu veðri. Í nesti var tælenskur matur, frönsk súkkulaðikaka, jarðaber með súkkulaði sósu, ostar og vinber, bjór, rauðvín og hvítvín og auðvitað var skálað í kampavíni og sungið fyrir mig. Þetta var alveg yndislegur dagur. Hér eru nokkrar myndir sem Ásdís tók (engar frá okkur því miður )

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með afmælið gamla geit! ég er víst líka að komast á fertugsaldurinn! við vorum að fjárfesta í gulu timburhúsi frá 1918 - hlakka til að fá ykkur í heimsókn!
kær kveðja,
óla