laugardagur, febrúar 18, 2006

Amma í grindó les


Árni Kristinn komin með tennur

Jæja nú eru merkilegir hlutir að gerast hjá okkur hérna á Nýja Sjálandi. Árni Kristinn er formlega útskrifaður úr tannlausa-smábarnahópnum. Það var í gær morgun (eftir nokkuð erfiða nótt) amma í grindó fann tvær tennur í neðri góm. Við foreldrarnir táruðumst af einskæru stolti og Birna Líf heimtaði að fá að gefa honum epli. Já það er ekki hægt að segja annað en að börnin stækki hratt.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Árni Kristinn kominn í stól eins og hinir

Í dýragarðinum og í vínsmökkun


Á ferðalagi


Nú erum við mamma og Ester búin að vera á ferðalagi sl. 2 daga. Þau skelltu sér til Kaikoura sem er um 200 km norður af Christchurch. Það virtist allt ætla að vera fullbókað þegar við komum þangað en á endanum fannst gistiheimili þar sem hafði orðið afbókun á síðustu stundu. Terry, náunginn sem rekur gistiheimilið rak upp stór augu þegar honum var sagt að við værum frá Íslandi og hélt fyrst að við værum að ljúga þessu. Hann sagðist aðeins einu sinni áður hafa hitt Íslendinga og þær væru einmitt staddir á gistiheimilun á þeirri stundu!
Við heilsuðum að sjálfsögðu upp á þau Simma, Sibbu og Lindu og röktum okkur til baka til fólks sem við þekktum sameiginlega eins og allir Íslendingar virðast auðveldlega gert. Þau hafa búið í Sidney sl. 16 ár og ætla að kíkja í Kaffi til Esterar og mömmu þegar þau koma í heimsókn upp á klakann seinna á árinu.
Mamma og Ester voru svo miskunnarlaust eknar góða vegalengd frá gistiheimilinu og gert að ganga til baka svo ég fengi frið til að læra fyrir prófin í apríl n.k. Þær fóru og skoðuðu selalátur (New Zealand fur seals), týndu steina og skeljar í fjörunni og nutu dásamlegs útsýnis og veðurs í sumrinu hér á Nýja Sjálandi. Í dag ókum við svo til baka til Christchurch, með viðkomu í víngerð og Hamner Springs (bláa lónið þeirra) og held ég að þær hafi verið hæstánægðar með ferðina.

föstudagur, febrúar 10, 2006

Kampavíns-morgunmatur út í garði


Hákarlinn handtekinn

Jæja nú er tengdó og móðursystir Hilmars komnar til okkar. Það gekk víst á ýmsu á leiðinni. Þær voru stoppaðar í London og áttu ekki að komast lengra nema að kaupa nýjan farmiða fyrir morðfjár, vegna bókunarvillu. En með þolinmæði og sjarma tókst þeim að fá þetta leiðrétt og komust í flugið. Í Christchurch var tollurinn hinsvegar ekki skilningsríkur á hákarlinn og gerði hann upptækan og þegar því var lokið var leitað í öllum farangrinu hjá þeim, vel og vandlega. Enda ljóst að hér væru á ferðinni ,,tveir stórhættulegir glæpamenn , dulbúnir sem gamlar konur " (vitna í þjóðþekkta bíómynd, löggulíf). Við höfum síðan verið að reyna að leysa hákarlinn úr prísund, en ekki hefur en tekist að sannfæra tollayfirvöld að hér sé á ferðinni ,, icelandic delicacy" en ekki stórhættulegt eiturefni sem nota mætti í sprengjur. En við látum ekki deigan síga og erum ákveðin í að gefast ekki upp stefnum að því að hafa hann í þorrablótinu hérna þann 26 feb. Við viljum nota tækifærið og óska öllum gleðilegs þorra.

fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Í dýragarðinu


Systkynin


Tengdó og móðursystir Hilmars á leiðinni

Jæja nú er komið há-sumar hjá okkur og veðrið yfirleitt 28 -30 stig ...ummm æði. Við reynum að vera dugleg að fara á ströndina um helgar eða í dýragarðin sem er líka mjög skemmtilegt.Nú er u.þ.b mánuður síðan mamma og pabbi fóru heim til íslands og komin tími á næstu gesti. Tengdamamma og systir hennar hafa lagt land undir fót (eða lönd) og stefna núna ótrauðar hingað til okkar í góða veðrið. Þær lenda hjá okkur 3 feb á miðnætti. Við hlökkum mikið til að fá þær stöllur til okkar. Og svo að öðru; Í fréttum hjá okkur er það að við Hilmar eigum 10 ára sambandsafmæli í dag. Það var s.s þann 2. feb fyrir 10 árum sem við hittumst á Þjóðleikhúskjallaranum. Hilmar vakti mig í morgum með kampavíni og morgunmat í rúmið. Alveg yndislegt. Fljótlega vorum við nú orðin aðeins fleiri í rúminu. Því Árni Kristinn vaknaði og vildi auðvitað ekki missa af fjörinu og Birna Líf var ekki lengi að bætast í hópinn. Í kvöld ætlum við að fara bara tvö út að borða, sem er eitthvað sem ekki biðst á hverjum degi.