fimmtudagur, febrúar 02, 2006
Tengdó og móðursystir Hilmars á leiðinni
Jæja nú er komið há-sumar hjá okkur og veðrið yfirleitt 28 -30 stig ...ummm æði. Við reynum að vera dugleg að fara á ströndina um helgar eða í dýragarðin sem er líka mjög skemmtilegt.Nú er u.þ.b mánuður síðan mamma og pabbi fóru heim til íslands og komin tími á næstu gesti. Tengdamamma og systir hennar hafa lagt land undir fót (eða lönd) og stefna núna ótrauðar hingað til okkar í góða veðrið. Þær lenda hjá okkur 3 feb á miðnætti. Við hlökkum mikið til að fá þær stöllur til okkar. Og svo að öðru; Í fréttum hjá okkur er það að við Hilmar eigum 10 ára sambandsafmæli í dag. Það var s.s þann 2. feb fyrir 10 árum sem við hittumst á Þjóðleikhúskjallaranum. Hilmar vakti mig í morgum með kampavíni og morgunmat í rúmið. Alveg yndislegt. Fljótlega vorum við nú orðin aðeins fleiri í rúminu. Því Árni Kristinn vaknaði og vildi auðvitað ekki missa af fjörinu og Birna Líf var ekki lengi að bætast í hópinn. Í kvöld ætlum við að fara bara tvö út að borða, sem er eitthvað sem ekki biðst á hverjum degi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
10 ár!!! :)
Hjartanlega til hamingju með 10 árin og vona að næstu 10 verði jafn skapandi, gefandi og innihaldsrík eins og mér hefur fundist undanfarin 10 ár vera hjá ykkur.
Lifið í lukku en ekki í krukku:)
Skrifa ummæli