þriðjudagur, mars 21, 2006

Hlaupið og hlaupið

Jæja þá kom að því. Búið að setja upp rosalega áætlun um 21 km hlaup. Við byrjuðum í síðustu viku og hlupum 10 km á sunnudaginn. Ég er bara nokkuð ánægð með árangurinn. Fór á 1:12 , hef svo sem gert betur. Stefni á að bæta tíman um næstu helgi.

þriðjudagur, mars 07, 2006

Sérfræðingar bráðamóttökunnar, vinningshafinn er sá með síðahárið


Víkingarnir fara yfir söngtextann


Íslenski fáninni príddi stofuna

Hjólsögin notuð á hausana

Þorrablótið mikla

Þó svo að við séum langt að heiman þá er ekki svo auðveldlega strokað yfir íslendinginn í manni. Svei mér, ef maður er ekki bara meiri íslendingur en nokkru sinni, þegar maður er að heiman. En s.s við ákvaðum að halda þorrablót með glans og byrjuðum undirbúinginn fyrir um.þ.b mánuði. Þá var keypt skata í fiskbúiðinni á horninu og hún sett í plastílát og inn í ísskáp, þar sem hún fékk að verkast í friði í ca mánuð, en þá var hún tekin og söltuð. Mikil leit var gerð af sviðahausum en við komumst svo að því að sala og neysla sviðahausa er ólöglega (guð má vita hvers vegna) þannig að við höfðum gefið upp alla von um að fá svið og sviðasultu. En á ögurstundu gaf sig fram náungi (sem ekki vill nafn síns getið) og útvegaði okkur 4 hausa. Hilmar og Svanur fóru í skjóli nætur og hittu dílerinn í yfirgefnu húsasundi og fékk stöffið í hendur. Siðan voru hausarnir sviðnir og sagaðir hérna út á plani. Eitthvað hefur lyktin dreyft sér um hverfið því áður en við vissum drifu að hundar úr öllum áttum. Svanur fór síðan og leigði hjólsög og sagaði hausana í tvennt. Hilmar stóð síðan út á plani og sagði okkur allt um anatómíu heilans og að þeim fyrir lestri loknum, komumst við að þeirri niðurstöðu að heilinn í mönnum væri alls ekki svo ósvipaður og í rollum. En úr þessum sviðum var síðan soðin feiki góða sulta. Nokkri hausar voru síðan hafðir með á matarborðinu fyrir þá sem vildu naga. En á borðum var hangikjöt, rúgbrauð(heimabakað ala Emma), harðfiskur, skata, rófustappa, kartöflur,sviðasulta,svið og heimagerðar flatkökur með hangikjöti. Ég get sagt með góðri samvisku að þetta var einn sá besti þorramatur sem ég hef fengið. Nú en það sem gerði þetta þorrablót ólíkt þeim sem ég hef áður farið í , var að nú áttu allir að mæta í víkingabúning. Við fórum á búningaleigu hjá leikhúsi hér í bæ og fengum okkar búninga þar. Það var alveg stórskemmtilegt. Langflestir gestanna mætu í einhverskonar víkingabúning, ullarpeysur og hjálmur var nokkuð vinnsæll búningur. En vinninginn fékk samstarfsfélagi Hilmars (sérfræðingur á bráðamóttökunni) og fékk hann í viðurkenningarskyni kjálkabein sem í var brennt 1 sæti og síðan run sem táknar velgengni. Það var mikið sungið og svo tóku kiviarnir sig til og sungu og dönsuðu haka fyrir okkur. Það var alveg meiriháttar gaman. Ég læt fylgja með nokkrar myndir.