Birna Líf á afskaplega góða vinkonu á leikskólanum sem heitir Sophie og bralla þær ýmislegt saman. Núna á mánudaginn voru þær í hárgreiðsluleik og Sophie vildi endilega klippa Birnu Líf (eftir að hafa klippt sjálfa sig fyrst) og stytti hún því aðra fléttuna hennar Birnu Lífar um eina 5cm. Þetta olli vitanlega miklu fjaðrafoki á leikskólanum og var haldinn fundur með öllum börnunum þar sem ákveðið var að fleiri fengju ekki jólaklippinguna sína á leikskólanum. Birna Líf var svo sem ósköp sæl með þetta allt saman og Svava klippti hana hér heima um kvöldið með góðum árangri.
Annars tók Árni Kristinn 4 skref áðan og virðist sem hann sé alveg að fara að gleyma sér nóg til að fara að labba. Annars stóð hann úti á miðju stofugólfi fyrr í dag og hoppaði jafnfætis með ágætis jafnvægi.
fimmtudagur, nóvember 02, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli