sunnudagur, júlí 06, 2008
Vetrarfrí
Við eigum núna vikufrí og skelltum okkur því í ferð niður til Wanaka á skíði í nokkra daga og ætlum svo að fara heim upp vesturströndina aftur. Við pökkuðum því öllu niður og lögðum í hann á laugardegi. Hér hefur hins vegar verið hið versta vetrarveður og því var Lindis skarð lokað og við urðum að gista í eina nótt í Oamarama þaðan sem myndirnar af krökkunum eru teknar. Við keyptum því keðjur á bílinn og lögðumst á bæn að skarðið yrði nú opnað næsta dag sem það og var. Við ókum svo eins og allir hinir kiwiarnir með keðjurnar áleiðis að skarðinu....það var smáföl á veginum og við biðum eftir að það færi að þæfast svolítið meira færðin....en við vorum byrjuð að fara niður aftur og vegurinn orðinn snjólaus þannig á endanum áttuðum við okkur á því að við værum komin í gegnum ófærðina og tókum keðjurnar aftur af.
Þegar krakkarnir voru að fara í rúmið í kvöld voru þau svolítið óróleg og við heyrðum allt í einu smágarg í Birnu Líf. Ég fór inn að athuga hvað væri í gangi og allt í einu tók Birna Líf eftir mér og snarbrá í rúminu, enda hafði hún verið undir koddanum. Árni Kristinn var líka úti á miðju gólfi með skíðagleraugun sem við vorum að kaupa á þau í dag. Birna Líf hafði sem sagt verið fulviss um að það væri tröll fyrir utan (enda erum við uppi í fjöllunum) og var því hrædd við myrkrið og Árni Kristinn var að reyna að hugga hana með því að setja á hana skíðagleraugun! Þannig að þegar ég skildi við þau í rúmunum sínum voru þau bæði hæstánægð að fara að sofa með skíðagleraugun sín sér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Mér verður skítkalt við að sjá þessar myndir! Reyndu nú að setja inn einhverjar suðrænar og yljandi myndir:)
Gaman að sjá hvað krakkarnir skemmta sér vel og greinilegt að hugmyndaflugið hjá Birnu Líf er ávalt jafn virkt!
kveðja
Hae elskurnar, tað er svo gaman ad fylgjast med ykkur gegnum bloggid! Hafið tad gott, kvedja Suus og Thor Fannar
Æi þessir krakkar eru svoooooo miklar dúllur!!
Við erum farin að hlakka mikið til að fá ykkur um jólin, erum rosalega ánægð með lögregluembættið að þeir skuli vera að skikka ykkur svona heim ! ;) (eru það ekki þeir sem gefa út vegabréfin hehe)
Annars er útlit fyrir að ég sé að fara í hestaferð í næstu viku þeas ef ég get tekið mér frí! Þetta er 5 dagar frá laugardegi til miðvikudags, farið frá bæ utan við Hellu og norður á bæinn sem foreldrar Svans eiga :) Alvöru ferð, átti að vera kalla ferð en svo vantaði kalla í ferðina og ég græddi á því hehehe...
Kveðja,
Ásdís
Hvað er í gangi? Þurfið þið að koma heim yfir jól og áramót út af einhverri nýsjálenskri skriffinnsku?
Virkilega!!
Ekki það að maður hlakki ekki til að sjá ykkur:) en svona lagað er nokkuð fúlt engu að síður.
kveðja
Eggert
Hæ Öll
Það er aldeilis gott að Birna Líf hafi Árna Kristinn sér við hlið þvi hann er greinilega jarðbundnari en hún.
Kveðja
Pabbi
...og kulvísari ;)
Hæ Svava
Ég tek undir með Eggert, að þetta er full kuldalegar myndir. Er ekki að koma vor, með öllum sínum fallegu litum.
Gefur það ekki tilefni til að bæta inn á blogið nýju blogi um vorið.
Pabbi
Skrifa ummæli