þriðjudagur, desember 28, 2010

Amma og Afi koma




Krakkarnir eru búnir að telja niður dagana þar til Amma og Afi koma í heimsókn frá því þeir voru 60. Árni Kristinn er líka harðákveðinn í að um leið og amma og afi koma, þá séu ekki nema 2 dagar til jóla. Það var því mikil eftirvænting þegar við fórum út á flugvöll að ná í þau. Krakkarnir fengu frí í skólanum og svo lögðum við í hann. Við fundum út að fluginu hafði seinkað um nokkrar mínútur og fórum því upp á þak að sjá þegar flugvélin kæmi inn til lendingar. Svo sáum við að ein vélin fór að réttu hliði eftir lendingu og hlupum niður til að taka á móti þeim og urðu þá miklir fagnaðarfundir. Við keyrðum svo til Lyttelton þar sem Svava og Sólný Inga biðu og Amma og afi fengu að sjá nýjasta barnabarnið. Flugið gekk mjög vel hjá þeim og það var ekkert mál fyrir þau að halda sér vakandi fram til 9 um kvöldið. Þau vöknuðu náttúrulega snemma næsta morgun þegar Birna Líf og Árni Kristinn smeygðu sér upp í til þeirra í fyrsta af mörgum skiptum næstu vikurnar.

2 ummæli:

Kristinn Ingólfsson sagði...

Þetta gleður ömmu og afa hjartað.
/afi

designer pens box sagði...

happy family!