föstudagur, september 21, 2012

Halló 2.HM



Hæ, nú er ég kominn til Ástralíu. Áður en við fórum til Ástralíu vorum við í 5 daga í Auckland á Nýja Sjálandi. Það var mjög skemmtilegt á Nýja Sjálandi. Ég hélt upp á afmælið mitt á Nýja Sjálandi með vini mínum Hugo, en við erum búnir að vera vinir frá því að við vorum eins árs á leikskóla. Ég fékk 3 afmæliskökur, fyrsta kakan var pönnukökukökukaka, hvað eru mörg K í því....(0). Svo fórum við á ströndina og þar fengum við aðra köku en hún var með hnetum, súkkulaði og smarties. Það var svo mikill vindur að það var erfitt að kveikja á kertinu. Það voru menn á flugdrekabrettum að leika sér í sjónum (kite surfing) og það var líka súlunýlenda þar sem við skoðuðum, mörg þúsund súlur. Um kvöldið fórum við út að borða á indverskum veitingastað og svo súkkulaðiköku á eftir. Ég gleymdi að segja ykkur að við lékum okkur með flugdreka á ströndinni og fórum í drullukast. Bæ í bili Árni Kristinn.

Halló 5HH

Í dag er ég í Port Macquarie sem er í Ástralíu, sjáið á kortinu:

Kort Ísland til Port Macquarie



Ég vaknaði klukkan 6 í morgun, ennþá smátímavillt enda var klukkan þá 8 í gærkveldi á Íslandi. Við leigðum íbúð á efstu hæð með útsýni yfir ströndina þar sem við lékum okkur í gær í sjónum. Það eru mörg hættuleg dýr í sjónum í kringum í Ástralíu og giskið þið hvað það hættulegasta er. Ég hélt það væri ,,the great white shark" en komst að því að það er marglytta sem heitir the box jellyfish og er stundum kallaður sjávar vespa eða geitungur. Það er margt sérstakt við þessa marglyttu, t.d. hefur hún 24 augu og er eina marglyttan sem hefur eitthvað sem gæti kallast heili og getur lært og munað að einhverju leyti. Bless í bili, segi ykkur meira um eitruð dýr fljótlega...og kannski eitthvað annað.

fimmtudagur, september 20, 2012

Ferðalag ,,down under"

Jæja, þá erum við kominn aftur af stað og ætlum að fara til Nýja Sjálands í tæpa viku og vera hjá vinum okkar Craig, Annie, Hugo og Tom áður en við höldum áfram til Port Macquarie í Ástralíu. Þar verðum við út október og höldum þá á ,,heimaslóðir" til Christchurch og verðum þar fram í miðjan nóvember. Þar sem krakkarnir, Birna Líf og Árni Kristinn, verða ekki í grunnskólanum í 2 mánuði þá verður Svava með þau í heimaskóla í samvinnu við kennarana þeirra í Hörðuvallaskóla. Sem hluti af kennslunni fyrir Íslensku, fá þau það hlutverk að skrifa vikulega pistla hér á bloggið og svo setjum við Svava eitthvað inn líka þegar þannig liggur á okkur.
Við lögðum af stað eldsnemma morguns miðvikudaginn 12 sept frá Íslandi og flugum í gegnum Frankfurt og svo áfram með Singapore Air til Singapore og þaðan til Auckland. Ferðalagið tók um 40 klst og gekk mjög vel, en það var þreytt fjölskylda sem kom í gegnum tollinn í Auckland og við vorum afskaplega feginn að vera kominn á leiðarenda.
Dagarnir fyrir ferðina voru annasamir og var til dæmis haldið upp á afmælið hans Árna Kristins í Ævintýragarðinum sem var rosalega gaman. Sólný Inga kláraði svo sinn síðasta dag hjá dagmömmunni þar sem hún fer á leikskóla þegar við komum til baka til Íslands í nóvember. Set inn nokkrar myndir fljótlega.