föstudagur, september 21, 2012

Halló 5HH

Í dag er ég í Port Macquarie sem er í Ástralíu, sjáið á kortinu:

Kort Ísland til Port Macquarie



Ég vaknaði klukkan 6 í morgun, ennþá smátímavillt enda var klukkan þá 8 í gærkveldi á Íslandi. Við leigðum íbúð á efstu hæð með útsýni yfir ströndina þar sem við lékum okkur í gær í sjónum. Það eru mörg hættuleg dýr í sjónum í kringum í Ástralíu og giskið þið hvað það hættulegasta er. Ég hélt það væri ,,the great white shark" en komst að því að það er marglytta sem heitir the box jellyfish og er stundum kallaður sjávar vespa eða geitungur. Það er margt sérstakt við þessa marglyttu, t.d. hefur hún 24 augu og er eina marglyttan sem hefur eitthvað sem gæti kallast heili og getur lært og munað að einhverju leyti. Bless í bili, segi ykkur meira um eitruð dýr fljótlega...og kannski eitthvað annað.

2 ummæli:

Disa sagði...

ojojoj ekki baða þig í sjónum !
kv.
Ásdís

Nafnlaus sagði...

söknum þín mikið og vonandi er gaman hjá þér!
kveðja 5.HH