laugardagur, ágúst 27, 2005
37 vikur, 2-4 eftir
Jæja þá er loks farið að síga á seinni hlutann á þessari meðgöngu. Hilmar gengur með farsímann á sér öllum stundum og er tilbúin að stökkva af stað þegar kallið kemur. Birna Líf er búin að fá góða útskýringu á því hvernig þetta gengur fyrir sig. Fyrst fer mamma á spítalann að sækja litla barnið og kemur svo heim...hún skilur bara ekki hvers vegna við erum alltaf að bíða með að fara á spítalann. En ég er nú farin að ganga alveg eins og mörgæs og tel bara niður dagana.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Þú ert stórglæsileg :) það rifjast upp fyrir manni gamlar stundir. Ertu til í að skella þér í eitt lokaverkefni hahahaha ;)
Oh, en spennandi!! Skil vel að allir séu að verða óþolinmóðir!! Allt gott hérna megin - erum að flytja út á þriðjudaginn. Gangi þér vel, hlakka til að frétta af ykkur!
kær kveðja,
óla
ja já ég er allavegna Stór....
:)
kv Svava
Hæ Svava
Þú er orðin svaka myndarleg og lítur nú bara mjög vel út, þetta fer þér sko ekki illa:-) Skil þig að vera farinn að bíða. Þú eða Hilmar verður að koma skilboðum til okkar þegar barnið fæðist. Ekkert hægt að láta okkur bíða og bíða hérna á klakanum;-)
Kv.Laufey
Er barnid komid?
en núna?!
Lína var í fyrsta jógatímanum sínum áðan - hún sofnaði 2 sekúndum eftir tímann, náði greinilega góðri slökun!
kær kveðja,
óla
neibb ekkert enn .... ég er svona að hugsa um að dusta rykið af húsráðum um það hvernig eigi að koma fæðingu af stað :) Hilmar er alveg tíl í það ...
Skrifa ummæli