mánudagur, ágúst 22, 2005
Að veiða seli eða ekki ?
Við skelltum okkur í ferðalag til Kaikura um daginn. Þetta er afskaplega fallegur bær í ca 2-3 tíma akstri frá Christchurch, með reglulegum stoppum J. Þessi bær er aðallega þekkur fyrir hvalaskoðunarferðir og selanýlendum sem er í göngufæri frá bænum. Þetta hafði verði lítið friðsælt sjávarþorp þar til að einhverjum datt í hug að bjóða upp á hvalaskoðunarferðir ein jólin. Síðan hefur þetta þorp breyst úr fiskveiðiþorpi í hvalaskoðunarmiðstöð. Við gátum því miður ekki farið í hvalaskoðunarferðir þar sem Birna Lif þurfti að vera a.m.k 5 ára gömul, þannig að við létum okkur nægja að heilsa upp á selina. Þetta er Ný Sjálenskir loðselir sem liggja þarna í hrönnum og nenna sig ekkert að hreifa þó svo að maður standi nánast ofan á þeim. Birna Lif var mikið hrifin og vildi endilega fara sem næst þeim. En svo braust út úr henni íslenska veiðieðlið og hún tók upp stein og sagði ,, komdu pabbi ég ætla að veiða þá, ég ætla að veiða þá með steinunum”. Hilmar nánast táraðist af stolti yfir þessum orðum dóttur sinnar og sagði myndi taka hana með sér á veiðar eftir fermingu. Ég þakkaði bara mínum sæla fyrir að enginn þarna í kring um okkur skildi íslensku þar sem þessir selir eru auðvitað friðaðir og miklu meiri glæpur að veiða þá en að drepa mann.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Litli engillinn!! Skal trúa því að pabbinn hafi verið stoltur : )
óla
Skrifa ummæli