laugardagur, september 17, 2005
17 september - viðbót við fjölskylduna
Í gær ákváðum við að drífa okkur út úr bænum í þeirri von um að það virkaði sem hvatning fyrir bumbubúann að koma í heiminn. Við fylltum því bílinn af dóti og skelltum okkur í sumarbústað til Akaroa sem er í 1.5 klst akstri frá Christchurch. Það var afskaplega fallegt veður og á leiksvæðinu þar var stórt og flott trampólín.....sem Svövu fannst tilvalið að fara að hoppa á.
Það er sennilega e-ð sem hægt er að mæla með þar sem hún vakti mig klukkan 4 um nóttina og þá kominn með hríðir. Við pökkuðum því niður og vöktum svo Ásdísi og Svan og bárum aumingja Birnu Líf út í bíl klukkan 6 að nóttu. Klukkan hálftíu var kominn mikill kraftur í hríðirnar og við hringdum í ljósmóðurina okkar og mæltum okkar mót við hana á spítalanum klukkan 10. Klukkan 11:02 eignuðumst við svo myndarlegan pilt, 52 cm og 3810 grömm. Allt gekk vel og við fórum svo heim um tvöleytið eftir hádegi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hæ Svava og Hilmar. Til hamingju með litla prinsinn:-) Svaka myndarlegur og flottur:-) Verst að fá ekki að sjá hann strax. En ég hef fundið þetta á mér að hann væri komin, er búin að hugsa svo mikið í dag að ég yrði nú að kíkja á bloggið til að sjá hvort eitthvað væri að gerast:-) og þá er hann bara mættur á svæðið, var sko viss um að þetta væri strákur.
Kveðjur frá okkur öllum hérna.
Laufey
Takk fyrir Laufey mín. við erum voða stolt af litla stráknum og Birna Líf er alveg búin að gleyma því að hún vildi ekki bróðir. Hún er voða montin með bróðir sinn
Innnilegar hamingjuóskir til ykkar Hilmars elsku Svava mín með fallega drenginn ykkar! Gaman að heyra hvað þetta gekk allt smurt ... svei mér ef hann er ekki bara svolítið líkur afa Svavari, já og Ásdísi! Svo má nú líka sjá þig og Hilmar í piltinum! Guð gefi ykkur öllum heill og hamingju elskan mín. Þið eruð öll svo dugleg og góð. Vorum að koma úr heimasmöluninni og hreinsmöluðum náttúrulega! Bestu kveðjur af Klakanum. Ingunn og Sigurður
Takk fyrir Ingunn og Sigurður gaman að vita að þið fylgist með okkur á netinu
Skrifa ummæli