föstudagur, september 09, 2005

39 vikur enn er allt rólegt


Hæ hæ
Enn lætur bumbubúinn bíða eftir sér þrátt fyrir að allt sé tilbúið fyrir komu hans. Birna Líf fór með pabba sínum að kaupa lítinn bangsa handa bumbubúanum sem Birna Líf ætlar að fara með á spítalann til að gefa honum. Mér finnst vera orðið tímabært að fara að drífa þetta af og hef verið að fara í langa göngutúra daglega undanfarið til að reyna að hvetja hann til dáða. Annars er allt gott að frétta af okkur, Birna Líf er afskaplega glöð og kát þessa dagana og orðinn ,,verulega” spennt að verða stóra systir. En sem fyrr þá vill hún alls ekki bróðir.....bara litla barn eða systur!
Það er farið að vora hérna og blóm springa út á öllum trjám og hitastigið á góðri uppleið. Hilmar og Birna Líf eru farin að taka til hendinni í garðinum og rökuðu saman öllum laufunum og svo plöntuðu þau kartöflum í matjurtagarðinum okkar. Birna Líf segir að hún hafi sett kartöflurnar niður svo þeim væri ekki stolið og að um jólin munum við grafa upp ,,kartöflufjársjóð”

6 ummæli:

Svava Kristinsdóttir sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel mín kæra. Sendum þér útvíkkunarstrauma. Kv. Hjalti, Rut og Áslaug

Svava Kristinsdóttir sagði...

Takk takk allir slíkir straumar eru vel þegnir

Nafnlaus sagði...

hæ hæ

Ég er nú barrasta orðin spennt þótt ég hafi ekki vitað af þessari óléttu nema í stuttan tíma.
Fylgist reglulega með og hlakka rosa til að sjá myndir.

Þú ert vön að taka á móti hörðum spörkum þannig ég hef engar áhyggjur af þér í þessari fæðingu...tekur þetta í nefið!

kær kveðja frá kanada
Guðrún

Nafnlaus sagði...

You have some sth~~ bridal jackets. Christian Louboutin Boots Beach Wedding dresses

Nafnlaus sagði...

Free [url=http://www.INVOICEFORFREE.COM]free invoice[/url] software, inventory software and billing software to beget gifted invoices in bat of an eye while tracking your customers.