fimmtudagur, september 22, 2005

Drengurinn er nefndur


Við höfum verið að velta fyrir okkur nafni á drenginn eins og eðlilegt er. Og höfum komist að niðurstöðu. Þar sem hann verður ekki skírður fyrr en um jólin (þegar amma hans og afi koma ásamt Sigurbirni frænda) höfum við ákveðið að opinbera nafn hans...Hann heitir sem sagt Árni Kristinn Hilmarsson. Þessi nöfn eru eins og glöggir lesendur eflaust sjá, nöfn afa hans. Árni er í höfuðið á pabba Hilmars og Kristinn í höfuðið á pabba mínum. Okkur finnst þetta passa alveg ljómandi vel við gutta, sem er auðvitað strax farin að ansa nafninu sínu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með drenginn og nafnið, svaka sætur, enda sver hann sig í ættina. Biðjum að heilsa öllum.

Anna, Gummi, Margrét Rós og Jón Einar (bráðum að verða 3ja)

Nafnlaus sagði...

Vá bara strax komið nafn. Gífurlega falleg og sterkt og fer honum vel.

Ég var að skoða myndina af þér á trampolíninu - get svo ímyndað mér hvað fólk hefur verið gáttað á þér - já já ekkert mál komin 9 mánuði á leið ...ja hérna...:)!!!

Ég er orðin áskrifandi, hrikalega gaman að lesa um alla kiðlinganna í kringum mann.

kveðja frá kanada
guðrún tkd

Kristveig sagði...

Til hamingju med nafnid, list mjög vel a thad!

Kristveig sagði...

Til hamingju med nafnid, list mjög vel a thad!