föstudagur, febrúar 10, 2006
Hákarlinn handtekinn
Jæja nú er tengdó og móðursystir Hilmars komnar til okkar. Það gekk víst á ýmsu á leiðinni. Þær voru stoppaðar í London og áttu ekki að komast lengra nema að kaupa nýjan farmiða fyrir morðfjár, vegna bókunarvillu. En með þolinmæði og sjarma tókst þeim að fá þetta leiðrétt og komust í flugið. Í Christchurch var tollurinn hinsvegar ekki skilningsríkur á hákarlinn og gerði hann upptækan og þegar því var lokið var leitað í öllum farangrinu hjá þeim, vel og vandlega. Enda ljóst að hér væru á ferðinni ,,tveir stórhættulegir glæpamenn , dulbúnir sem gamlar konur " (vitna í þjóðþekkta bíómynd, löggulíf). Við höfum síðan verið að reyna að leysa hákarlinn úr prísund, en ekki hefur en tekist að sannfæra tollayfirvöld að hér sé á ferðinni ,, icelandic delicacy" en ekki stórhættulegt eiturefni sem nota mætti í sprengjur. En við látum ekki deigan síga og erum ákveðin í að gefast ekki upp stefnum að því að hafa hann í þorrablótinu hérna þann 26 feb. Við viljum nota tækifærið og óska öllum gleðilegs þorra.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hmm hafa ekki allir heyrt um þýska afa gengið.
Öllu skelfilegra er íslenska ömmugengið sem hefur bætt group við nafn sitt og er orðið alþjóðlegt. Teygir anga sína til nýja sjálands sbr. nýjustu fréttir.
PS. Mamma ég elska þig og mun leggja það á mig að heimsækja þig þó svo að þú verðir að afplána lengri tíma fyrir þennan skelfilega glæp.
Skrifa ummæli