föstudagur, nóvember 03, 2006

Á Hrekkjarvöku


Birna Líf kom mjög spennt heim af leikskólanum fyrir tveimur dögum og sagði okkur að í dag væri drauga og vondu kalla kvöld. Hún ákvað að klæða sig í víkinga-drauga-sjóræningja búning og festi á sig kanínu sem var að sjálfsögðu vond. Síðan komu krakkar og hringdu bjöllunni, klædd í skrímslabúning Birnu Lif til mikillar ánægju. Árni Kristinn var hins vegar ekki eins ánægður með þessi skrímsli á tröppunum og fór bara að sofa.