Það er ýmislegt á döfinni hjá okkur þessa daganna.
Árni Kristinn er að læra ýmislegt gagnlegt á leikskólunum þessa daganna. Það sem ber helst að nefna er að 1) Ganga aftur á baka og 2) kasta sér í gólfið í frekju köstum, voða sætt. Það er greinilegt að menntunni er að skila sér til hans.
Þessa dagana erum við á kafi í húsatímaritum, skoða í húsgagnaverlanir og velja málingu fyrir nýja húsið okkar. Við erum öll orðin rosalega spennt.
Frá þjálfunarmálum er fyrst að segja að um þessar mundir er í hverri viku 5 km hlaupa keppni í Hagley-Park sem öllum er frjálst að taka þátt í og er mjög skemmtilegt. Við tókum þátt í síðustu viku með krakkanna í kerrum . Birnu Líf finnst þetta rosalega gaman og hitar upp með okkur. Hún vill endilega hlaupa með okkur og keppa eins og foreldrar sínir. Hún fékkst hins vegar loksins á að sitja í kerrunni og ég ýtti henni á undan mér. Að launum fékk hún svo grillaða pylsu, en það er boðið upp á pylsu fyrir alla þátttakendur.
Annars erum við að skoða Maraþon hlaupaprógröm. Erum að hlaupa eða hjóla ca 4- 5 sinnum í viku en þurfum að fara að finna okkur prógram sem við getum fylgt eftir.
Gestirnir okkar Þór Fannar, Suzanne og Willum Stefán eru núna farin til Sydney á leið sinni heim til Abu Dabí. Það var mjög gaman að hafa þau og hlökkum til að hitta þau einhvern daginn í Hollandi.
Myndavélin okkar er enn biluð. Setjum inn eitthvað að myndunum frá Suzanne og Þór Fannari.
miðvikudagur, janúar 31, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
á ekki að setja inn linkinn á myndasíðuna?
Skrifa ummæli