Það er ekki einleikið með okkur og stafrænar myndavélar. Að vísu hefur Hilmar ekki fengið að taka vélina aftur með á kajak en Birnu Líf og Willum Stefán tókst sennilega að koma fyrir sandkorni á linsuna þegar ég var að taka mynd af þeim á ströndinni. Vélin er í viðgerð og beðið eftir varahlut frá Japan....úps. Við verðum bara að vona að máltækið ,,allt er þegar þrennt er" gangi eftir.....annars er þetta svo sem ekki alslæmt þar sem við fáum reglulegt upgrade á stafrænu myndavélunum okkar með þessu móti.
Birna Líf og Árni Kristinn eru byrjuð aftur á leikskólanum sem þýðir að viku seinna eru allir náttúrulega kvefaðir og með hálsbólgu. Veðrið er farið að batna loksins og í gær var 30 stiga hiti og mollulegt. Vegna óhappsins hennar Svövu í jólakökubakstrinum þá sleppum við ,,multisport" keppninni sem við ætluðum að taka þátt í um miðjan febrúar og förum bara að æfa okkur fyrir fullt maraþon í byrjun júní. Fórum í gær og létum mæla fæturnar í bak og fyrir með göngumælingum o.s.frv. og keyptum svo þægilegustu skó sem við bæði höfum nokkurn tímann verið í.
Nú eru leigjendurnir í húsinu okkar fluttir út og ættum við því að fá lyklana vonandi í lok þessarar viku eða byrjun næstu og getum því farið að dunda okkur við að flytja, mála og þess háttar þannig að allt verði klárt þegar að Kiddi og Birna koma til okkar um miðjan febrúar.
1 ummæli:
Hello. I found this blog randomly, but I enjoy how thought provoking your words are. I hope you update soon.Off the Shoulder Wedding Dresses. Louboutin Shoes Accessories
Skrifa ummæli