sunnudagur, febrúar 11, 2007

Nýja Húsið

Hæ öll

Við höfum ekki haft mikinn tíma til að blogga undanfarið. Vorum að fá húsið afhent á föstudaginn, búin að kaupa húsgögn og erum að fara að mála og laga til á morgun. Stefnum að því að flytja inn næsta miðvikudag og vera búin að koma okkur vel fyrir vonandi áður en Kiddi og Birna koma til okkar þann 18. febrúar.

Það er allt gott að frétta, við höfum það gott og veðrið er búið að vera dásamlegt. Svava var að komast að því að hún þarf að taka fleiri áfanga en hún hafði búist við á fyrstu önninni og varð að kaupa haug af nýjum stærðfræðibókum sem hún þarf að renna yfir á næstu 2 vikum....

Það er enn verið að bíða eftir varahlutum í myndavélina okkar en eigum að fá hana í næstu viku eins og bílinn okkar en það er verið að gera við hann eftir að það var bakkað inn í hliðina á honum þegar ég var nýbúinn að keyra Þór, Suzanne og Willum út á flugvöll.

Bless í bili og setjum vonandi inn nýjar myndir af húsinu okkar þegar myndavélin kemur úr viðgerð.

3 ummæli:

Disa sagði...

Til hamingju með húsið :)
Leitt að heyra þetta með bílinn!!

Nafnlaus sagði...

Hlakka til að sjá myndir af nýja húsinu!! :)
kv.
Ásdís syst

Nafnlaus sagði...

hæ hæ :D bara kvitta fyrir mig :)ekkert smá flottar myndir :)og vá hvað árni kristin og birna líf eru orðin stór !!
:)