Litla barnið okkar er komið í skóla.....hún er orðinn 5 ára. Loksins, loksins, hún er búin að vera að bíða eftir þessu í 2 ár eða svo. Þegar hún vaknaði á afmælisdaginn þá sagði hún við mig ,,sjáðu pabbi, hvað fæturnir á mér eru orðnir langir. Nú er ég orðinn 5 ára og ég get farið sjálf á monkey bars" (handsala sig hangandi eftir klifurgrindinni). Hún var samt orðinn svolítið ringluð með þetta hringl á afmælisdeginum sínum þar sem hún er búin að fara í 2 skipti í heimsókn í skólann sinn, afmælisveisla var haldin á leikskólanum á föstudaginn og svo héldum við upp á afmælið hennar í gær. Hún vaknaði klukkan rúmlega 7 um morguninn og við báðum hana að vera í rúminu sínu á meðan við undirbyggjum morgunmatinn. Hún fékk svo vöfflur með rjóma og sultu og var ósköp sæl með það. Í afmælisgjöf fékk hún frá okkur þvílíkan prinsessukjól, enda hefur það verið það eina sem við höfum fengið upp úr henni að hún vilji í afmælisgjöf sama hverju öðru við stungum upp á.....ég vil fá gulan kjól!
Hún hjálpaði svo við að klára að skreyta afmæliskökuna sína og svo héldum við upp á afmælið á stað sem heitir cheeky monkeys og vakti það enga smálukku hjá krökkunum. Allir fengu búninga til að klæða sig í og á staðnum var sjóræningjaskip með fjársjóð í lestinni, hoppukastali, prinsessukastali og á efri hæðinni var krakkadiskótek með sápukúluvél. Þetta lukkaðist alveg fjarskalega vel og Birna Líf og Árni Kristinn voru hæstánægð með partýið.....og við líka þar sem það var ekkert uppvask eða tiltekt, híhí.
Að lokum ein smásaga frá 2. heimsókn Birnu Lífar í skólann sinn. Í frímínútunum hitti hún vinkonu sína Sammy, sem hafði verið með henni á leikskólanum. Þær léku sér saman og svo ákváðu þær að það væri best að Birna Líf kæmi bara með henni í skólastofu. Það varð því uppi fótur og fit þegar Birna Líf skilaði sér ekki í skólastofuna eftir frímínútur en þær skildu ósköp lítið í þessu upphlaupi. Birna Líf ætlar þó framvegis að vera í sinni skólastofu....
1 ummæli:
Til hamingju með afmælið Birna Líf og að vera byrjuð í skólanum.
Rosa fín í gula kjólnum :)
Sjáumst,
Þorbjörg
Skrifa ummæli