laugardagur, september 22, 2007
Afmæli á ströndinni
Afmælisveislan hans Árna Kristins var haldin í dag....við ákváðum vegna vegna veðurs að flytja afmælið niður á strönd og tókum með okkur öll veisluföngin ásamt kajökum niður á strönd. Fólk notaði mismunandi aðferðir við að komast í veisluna og hjólaði Shannon þangað á meðan Mikki og Ingó hlupu yfir fjallið frá Taylors Mistake. Árni Kristinn og Birna Líf voru alveg ljómandi ánægð með að halda veisluna á ströndinni og busluðu og léku sér í fjörunni. Árni Kristinn fékk margar skemmtilegar gjafir er greinilega búinn að læra að það er e-ð skemmtilegt falið innan í gjafapappírnum. Veislugestir voru einnig mjög ánægðir með staðarvalið og skiptust á að gæða sér á yndislegu súkkkulaðikökunum hennar Svövu og stunda sjóbað eða skella sér í stutta kajakferð.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Huhhh! Ég get sent ykkur smá snjó. Viljiði það?
:)
Greinilega vel lukkað afmæli í alla staði.
Haehae stora fjölskylda ;)
Frabaert ad fa frettir af ykkur og myndir, baedi af afmaeli og kayaknamskeidi... daudöfunda ykkur af thessu namskeidi og vildi ad eg gaeti tekid thatt, en thad verdur kannski seinna! Eg er samt farin ad hlakka rosa mikid til ad koma i heimsokn og kikja a NZ, thad verdur alveg geggjad gaman hja okkur!
Kv
Kristbjörg fraenka
Kæra fjölskylda
Til hamingju með afmæli litla snáða:-) Þið hafið greinilega haft það gott á afmælinu á ströndinni. Verðum svo að fara að heyrast á Skype fljótlega, svona þegar ég drullast að setja það upp á nýju tölvunni minni:-)
Kv.Laufey
Skemtilegt afmæli, hefði verið gaman að vera þarna með ykkur!
kv.
Ásdís og Svanur
jæja er komið bloggverkfall aftur:)
Bestu kveðju af klakanum...
Ósk, Raggi og bumbukríli.
p.s. Neo saknar Egga frænda og þakkar fyrir svínseyrað:)
hæ aftur.
vildi bara láta ykkur vita að ég ætla að fara að setja inn eina og eina færslu inn á bloggið okkar svona til að leyfa fólki að fylgjast með okkur og barninu. Við verðum ekki með síðu á barnalandi og setjum bara eina og eina mynd inn á bloggið þegar barnið kemur...
I agree with many points. But in some areas, I feel we need to be more aggressive. Just my opinion. Love ya. Wedding Dresses 2011 . buy louboutin shoes. Mermaid Wedding Dresses
Skrifa ummæli