fimmtudagur, september 06, 2007
Æfingaplön og græjur
Skipulagið fyrir Coast to coast var ákveðið fyrir skemmstu. Við boðuðum til fundar heima hjá okkur ásamt nokkrum af Íslendingunum hérna úti til að skipuleggja hvað keppnum við ætluðum að taka þátt í og að útbúa æfingaáætlun fyrir okkur fram að keppninni. Ég, Svava og Mikael ætlum að taka þátt í keppninni en Ingó, Shannon, Einar og Carolyn ætla að reyna að æfa svolítið með okkur og hvetja okkur til dáða. Það sem er mest aðkallandi er að kaupa kajak fyrir Svövu og svo þurfum við öll að klára kajaknámskeið og fá útgefið "Grade II Kayak Certificate" til að fá að taka þátt í keppninni. Fyrir utan kajakinn fyrir Svövu þá erum við búin að kaupa allar aðrar græjur...s.s. götuhjól og fjallahjól. Þau eru svo dýr að þau fá að vera inni í svefnherbergi hjá okkur þar til við erum búin að útbúa læsta geymslu undir húsinu.....ekki uppi í rúmi samt. Núna á undirbúningstímabilinu þá þurfum við að æfa 6-10 tíma á viku en þegar nær dregur verða erfiðustu vikurnar með 17 tíma í æfingar sem verður náttúrulega ekkert mál að skipuleggja með 2 börn, fulla vinnu og háskólanám. Við erum búin að vera einbeita okkur að hjólamennskunni síðustu vikur en þurfum að fara að kajaka á fullu. Svo förum við einu sinni í viku til Carolyn í Pilates æfingar og förum þá og hlaupum í stórgrýtinu við fjöruborðið í Sumner í leiðinni en það á að vera besta æfingin fyrir fjallahlaupið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
þið eruð nottla bara two of a kind!! Stolt af því hvað þið eruð dugleg. Gangi ykkur vel með skipulag og æfingar:)
Allt gott að frétta héðan. Við litla fjölskylda höfum það gott. Kveðja Ósk og sæti Kúlubúi...
takk fyrir það.
Þið verðið nottlega áfram dugleg að hreyfa ykkur með kúlubúanum
kv. Himmi
Þetta hljómar vel, við hérna á klakanum hvetjum ykkur í huganum :)
Skrifa ummæli