fimmtudagur, september 06, 2007

Heyskapur




Nú er daginn tekinn að lengja verulega og orðið bjart bæði á leið í og úr vinnu. Undanfarna viku var veðrið mjög gott og fór hitinn yfir 20 gráðurnar. Það var því orðið tímabært að taka svolítið á því í garðinum og létu Árni Kristinn og Birna Líf svo sannarlega ekki sitt eftir liggja eins og sést á myndunum.
Birna Líf er mjög ánægð í skólanum sínum og segist eiga rosalega marga vini. Henni fer mikið fram í að læra stafina og lesum við með henni á hverju kveldi. Það sem henni finnst þó enn skemmtilegra er frádráttur og samlagning og vill því miklu frekar eyða tíma í það en lesturinn. Hún er áfram að læra á píanóið og er farinn að nota báðar hendur og spila tóna......það versta er að þetta er að verða of erfitt fyrir mig! Ég verð víst bara að æfa mig í launi.
Árni Kristinn hefur verið duglegur að ná sér í vetrarpestirnar og þurft að vera svolítið heima við vegna þess. Annars braggast hann vel og er mjög áhugasamur um það sem Birna Líf er að læra. Hann syngur abcd..lagið fullum hálsi en byrjar að spóla einhvers staðar á milli d og e, en heldur þó laginu allt til enda. Árni Kristinn hefur yfirumsjón með hænunum okkar og sér til þess að við gleymum ekki að gefa þeim á hverjum degi. Hænurnar virðast vera farnar að venjast nýju eigendunum og verða aðgangsharðari með hverjum deginum. Þær eru þó ekki farnar að gogga í útidyrnar ennþá, en þess er sennilega ekki langt að bíða....reyndar verður Sibbi í gistihýsinu og líklegast að þær goggi bara í dyrnar hjá honum í næstu viku.

2 ummæli:

Disa sagði...

hehehehehe vakna hænurnar ekki ábyggilega kl 5 og byrja að gogga í dyrnar híhíhíhí, litli bróðir Hr. Morgunferskur verður ánægður með það.... þær mega passa sig eða enda ekki í KEBAB

Nafnlaus sagði...

Wow ! Amazing blog to follow I would suggest to follow my all friends and family to follow his blog . Vivacious Blog - Full life and energy. Keep Posting, vintage wedding gowns christian louboutin platforms. Bridal Wedding Dresses