þriðjudagur, september 18, 2007
Árni Kristinn 2 ára
Þá er litla barnið okkar hann Árni Kristinn orðinn 2ja ára gamall. Við ætlum að halda upp á afmælið hans á laugardaginn kemur með smá kaffiboði. Hann fékk samt ísköku og pakka í tilefni dagsins og fylgja með nokkrar myndir. Birna Líf var ekki alveg á því að hann væri í ,,alvörunni" orðinn 2ja ári heldur væri þetta í plati þar sem hann gæti ekki talað enn. Það var mjög erfitt að útskýra þetta fyrir henni, þar sem hún virðist hafa verið alveg viss um að daginn sem hann yrði 2ja ára væri hann orðinn fulltalandi. Viss vonbrigði þar.
Árni Kristinn þýtur nú um allann pallinn á nýja hjólinu sínu sem hann skilur ekki við sig og þarf að leggja því við hliðina á rúminu hans á kvöldin þegar hann fer að sofa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Risa knús frá okkur Svani! Var að horfa á myndbandið og það var frábært að sjá hvað honum fannst þetta hjól GEÐVEIKT COOL! Hafmeyjan átti ekki roð í hjólið en það var fallega hugsað hjá stóru syst :)
Ég sé að Gosi hefur villst á rúmum eða strokið að heiman?
kv.
Ásdís
Til hamingju með strákinn.
Mikið er þetta nú glettilega fljótt að líða allt saman. 2 ára!!
Fjölskyldan er nú væntanlega vel hjóluð:) Það verður trúlega kajakinn á 3 ára afmælinu:) Ekki satt?
Sæl fjölskylda
Bara ad kvitta fyrir komunni, til lukku med tann stutta.
Kvedja,
Tommi, Harpa og Benjamín
Skrifa ummæli