miðvikudagur, september 24, 2008
Gönguferð
Við fórum svo heim aftur í gegnum Haast skarðið og upp vesturströndina til að skoða Frans Jósef jökulinn. Í einu matarstoppinu okkar hittum við ungan mann sem er búinn að vera að hjóla um suðureyjuna sl. 3 mánuði og átti enn eftir u.þ.b. mánuð. Hann er Nýsjálendingur sem er á milli starfa og ákvað að nota tækifærið og ferðast loksins e-ð um landið sitt.
Helgina eftir að við komum heim skelltum við okkur út á Codley Head sem er rétt hjá Lyttelton. Þar niðri við sjóinn eru minjar frá því í seinni heimstyrjöldinni. Það eru húsarústir og svo nokkur skotbyrgi sem eru í mynni Lyttelton Harbour. það er töluverð ganga að komast þarna niður og svo þarf að ganga í gegnum göng á endanum. Það var búið að rigna töluvert mikið dagana á undan þannig að stígurinn og göngin voru eitt leðjusvað. Krakkarnir höfðu rosagaman af þessu brölti og þegar við komum loks upp í bíl aftur þurfti að taka þau nánast úr hverri spjör svo það yrði ekki leðja út um allan bíl.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli