miðvikudagur, september 24, 2008
Snjóstormur og diskótek
Fyrsta skiptið frá því við fluttum til Lyttelton setti niður snjó á láglendi. Krakkarnir nánast rifnuðu úr spenningi og voru handviss að nú væru jól. Þau voru því drifinn í kuldagallan og skelltu sér út að leika sér í snjónum á meðan það varði.
Ég læt fylgja með myndir þar sem Birna Líf var á diskóteki með vinkonum sínum og var hún alveg í essinu sínu þar. Annars kom það upp á að kanínan hennar Birnu Lífar dó í svæfingu og var mikil sorg hjá okkur og mikil umræða um lífið og tilveruna og á endanum voru allir sáttir við að ,,afi sjóræningi" myndi líklegast taka á móti henni með stórri gulrót. Hún var svo jörðuð með viðhöfn í garðinum okkar og svo fékk Birna Líf nýja kanínu til að halda kanínunni hans Árna Kristins félagsskap og var hún mjallahvít eins og sú fyrri og fékk sama nafnið: snjór
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli