þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Bátsferð




Krakkarnir eru búnir að vera að biðja um að fara í bátsferð í svolítinn tíma þannig að við ákváðum að rölta okkur niður á bryggju og tókum ferjuna yfir til Diamon Harbour með þau og nestiskörfuna. Þau voru reyndar bæði búin að vera eitthvað slöpp og því ekki í neinu svakastuði í upphafi en öll veikindi gleymdust samstundis þegar þau fundu blett til að hlaupa á og tré til að klifra í.
Veðrið er farið að leika við okkur og hitinn gjarnan í kringum 20 stigin sem er ósköp notalegt.

Engin ummæli: