þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Hanmer Springs






Það var ein þriggja daga helgi í október, Labour weekend, og skelltum við okkur til Hanmer Springs. Það viðraði nú ekkert sérlega vel á okkur til að byrja með og var slydda um morguninn þegar við vöknuðum. Verandi sannir Íslendingar (og af því við höfðum pakkað lopapeysunum) þá létum við það ekki stoppa okkur og fórum á lítinn dýrabúgarð þar sem hægt var að kaupa lamadýr fyrir 500 dollara, rolluunga á 50 dollara og barnahænur fyrir 10 dollara stykkið. Mér fannst þetta alveg lygilegt verð per kg en Svövu fannst það ekki alveg við hæfi....enda vill hún kaupa geit. Krökkunum fannst þetta mjög gaman, þ.e.a.s. þegar Árni Kristinn var búinn að jafna sig á ákafa dýrana þegar þau voru með e-ð matarkyns handa þeim. Seinni partinn var veðrið búið að skána mikið og við skelltum okkur í heitu pottana og svo í hjólaferð fyrir kvöldmatinn.

Engin ummæli: