sunnudagur, október 03, 2010
Greymouth Október 2010
Það er skólafrí og við fórum í nokkra á Vesturströndina þar sem ég tek líka nokkrar aukavaktir. Krakkarnir eru búnir að vera dugleg að æfa sig á hjólunum sínum og Árni Kristinn er alveg laus við hjálpardekkin.....enda er hann orðinn svo stór strákur og minnir okkur reglulega á að það sé langt frá því hann var í leikskóla. Við höfum farið á ströndina hérna og svo fórum við í bíltúr í gær til Punakaiki eða pönnukökukletta sem eru norður af Greymouth. Það er best að fara þangað þegar það er stórstraumur og helst slæmt veður líka þannig að öldurnar fari undir klettana og spýtast upp í gegnum holur í berginu, en við erum því miður alltaf svo heppin með veður í hina áttina!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli