föstudagur, nóvember 26, 2010
Nokkrar nóvember myndir
Það er búið að vera alveg indælt veður í nóvember hjá okkur og nóg um að vera í skólanum hjá krökkunum og svo er líka Halloween nýbúið hérna og við gengum að sjálfsögðu í hús að sníkja nammi. Við vorum frekar snemma á ferðinni þannig að krakkarnir voru ekki lengi að fylla pokana sína....þetta var svo mikið að það á eftir að duga sem laugardagsnammi út árið sennilega! Krakkarnir eru uppátækjasöm að vanda og það nýjasta hjá Birnu Líf er að mála Árna Kristinn, um daginn málaði hún hann eins og Avatar Ang, úr einum uppáhaldsteiknimyndaþættinum þeirra og svo í gær þegar þau voru úti á palli að mála þá skreytti hún hann aftur þegar pappírinn var uppurinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli