laugardagur, nóvember 27, 2010
Lítil Stelpa fædd
Klukkan 14:23 þann 27. nóvember 2010 fæddist lítil stelpa. Hún vóg 3765 grömm og var 51 cm að lengd. Fæðingin gekk áfallalaust og hún kom heim 3 tíma gömul. Þær eru báðar hetjur hún og Svava. Krakkarnir voru í pössun hjá Maríu en eru mjög spennt að fá að hitta hana.
Í morgun þegar við vöktum krakkana til að láta þau vita að við værum að fara á spítalann þá var mjög gaman að fylgjast með þeim. Birna Líf var með augun rétt hálfopin en þegar hún heyrði fréttirnar þá hélt ég að að augnlokin myndu rifna af og hún skaust fram úr rúminu alveg að farast úr spenningi. Ég tók svo Árna Kristinn fram úr rúminu og hann byrjaði að segja.....push, push, push lágt í byrjun og svo hærra og hærra og á endanum öskraði hann push og svo baby is here, alveg eins og í bók sem hann hefur lesið.
Eftir að stelpan fæddist svo hringdi ég í Maríu og fékk að tala við Birnu Líf sem var yfir sig spennt en var ekki hissa á því að þetta væri stelpa, enda hafi hana dreymt það fyrir. Árni Kristinn sagðist alveg vita að það væri fædd stelpa en hann hefði nóg að gera og hvort ég gæti ekki hætt að trufla hann.
En þetta var yndislegur dagur og litla stúlkan, Sólný Inga, stendur sig eins og hetja og við erum himinlifandi að vera kominn heim með litlu prinsessuna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hún er alveg æðisleg, voða lík systkinum sínum finnst mér:) Og til hamingju með nafnið á hana líka:) Við eigum litlar sólir:)
kveðja úr Húnaþingi
Innilegar hamingjuóskir til ykkar allra. Við sjáumst vonandi við tækifæri á Íslandinu.
/Ólöf Birna
baby is lovely!
Skrifa ummæli