þriðjudagur, október 02, 2012

Leikfimi og heimilisfræði

 Í heimilisfræði þá þurfum við að hjálpa til við að matbúa og útbjuggum meðal annars pizzu alveg frá grunni. Gerðum pizzadeigið sjálf og keyptum svo álegg sem við settum á pizzuna. Hún var svakalega góð á bragðið.




Leikfimitímarnir hér eru aðeins öðruvísi en heima. Við förum í ca. 2 klst á dag og æfum okkur á ,,bodyboards" í öldunum sem er rosagaman.





Sjórinn er ennþá svolítið kaldur þar sem það er bara komið vor og þess vegna þurfum við að vera í blautbúningum. Þeir eru rosagóðir þessir blautbúningar og við getum vonandi fundið einhverjar strendur á Íslandi til að leika okkur á næsta sumar.



3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jahá, skemmtilegur skóli sem þið eruð í, hvar sækir maður um ?
Eruð þið ekkert hrædd við hákarlana sem eru þarna á bakvið ykkur á myndinni ?

kv.
Ásdís

Kristinn Ingólfsson sagði...

Flottir kokkar og sundfólk. En munið að það er bannað að fóðra hákarlan.
Afi og amma

Nafnlaus sagði...

Kristín Elka segir að hana langi að leika við ykkur og að þið eigið að koma heim !