Í gærkvöldi fórum við í heimsókn í stjörnuathugunarstöðinni hér í Port Macquarie að skoða stjörnurnar úr stjörnukíkinum. Það var dálítið skýjað svo því miður gátum við ekki kíkt í kíkinn en við fengum að halda á loftstein sem hafði verið sagaður í tvennt. Loftsteinninn kom utan úr geimnum og lenti hér í Ástralíu. Hann var mjög þungur miðað við stærð enda bara úr járni og nikkel.
Stjörnufræðingur sagði okkar líka frá lofsteini sem lenti í Síberíu 1908, hann sprakk um 5-10 km fyrir ofan jörðina og varð svo mikil höggbylgja að skógurinn féll, 80 milljón tré á 2150 ferkílómetra svæði og þetta fannst alla leið til Englands. Þetta er jafnmikið svæði og allt Reykjanesið með Reykjavík og nágrenni.
Við fengum líka að sjá mynd af vetrarbrautinni á stórum skjá.
Sólarkerfið okkar samanstendur öllum plánetunum sem eru á braut í kringum sólina okkar, eða 9 plánetur alls.
1. Merkúr er plánetan sem er næst sólinni. Ef þú færir til Merkúr þá myndirðu ekki vera jafnþungur þar og á jörðinni vegna þess að Merkúr er minni en jörðin og hefur minna aðdráttarafl.
2. Venus. Út af því að Venus er svipað stór og jörðin þá er maður næstum jafnþungur þar, en samt aðeins léttari.
3. Jörðin
4. Mars. Maður er mikið léttari þar af því að Mars er minni en jörðin. Ef þú stæðir á Mars þá sæir þú rauða möl og steina. Þess vegna er hún kölluð rauða plánetan. Þar eru vísbendingar um að þar hafi verið vatn og ís.
5. Júpíter er stærsta plánetan í sólkerfinu. Hún er 1000 sinnum stærri en jörðin. Ef þú ert 32 kg á jörðinni þá eru 84 kg á júpíter vegna þess hvað þetta er stór pláneta með mikið aðdráttarafl.
6. Satúrnus er á margan hátt lík Júpíter en minni. Satúrn er næst stærsta plánetan í sólkerfinu okkar.
7. Úranús: Það myndi taka mörg ár í geimskipi að flytja til Úranús frá jörðinni. Eins og Júpíter og Satúrnus þá er Úranus gasrisi. Úranús snýst um sjálfan sig á hliðinni.
8. Neptúnus var ekki þekkt fyrr en fyrir stuttu, en hún var uppgötvuð 1846. Hún er minnsti gasrisinn í sólkerfinu okkar.
9. Plútó er eina plánetan sem krakki fékk að skíra. Það var 11 ára stelpa sem hét Venetia Burney og átti heima í Oxford á Englandi. Plútó er eiginlega ekki pláneta enda er hún minni en tunglið okkar. Hún er núna flokkuð sem dvergpláneta
Hér er skemmtileg vefsíða fyrir ykkur að skoða, bæ í bili, Birna Líf
Stjörnufræði fyrir krakka
2 ummæli:
heil og sæl
söknum þín
kveðja 5.HH
Sæl
flott hjá þér Birna, við söknum þín mikið og hlökkum til að fá þig aftur í skólann. Við skoðuðum síðuna um stjörnukerfið og ætlum að kíka betur á þetta heima hjá okkur.
kveðja 5.HH
Skrifa ummæli