Nú erum við á Keflavíkurflugvelli að bíða eftir fluginu okkar til Kaupmannahafnar sem hefur seinkað lítillega. Það hefur verið í nógu að snúast sl. daga að gera allt klárt fyrir flutninginn til baka til Lyttelton. Við hefjum ferðina á nokkurra daga fríi í kóngsins köben, förum þaðan til Thailands þar sem við ætlum að vera til loka ágúst. Eftir það förum við til Ástralíu og verðum þar í vorinu í september og gerum ráð fyrir að koma loks heim til Lyttelton í byrjun Október.
Hilmar hefur fengið 12 mánaða leyfi frá störfum á Lsh og mun mest vera að vinna fyrir Kerecis þann tíma en taka vinnuferðir á bráðamóttökur bæði í Ástralíu og á Nýja Sjálandi. Svava ætlar að vera að vinna fyrir Kerecis og krakkarnir fara í skóla eftir að við komum til Lyttelton en verða í ,,heimaskóla hjá Svövu og Rúnu í september, en Rúna ætlar að koma og hitta okkur í Ástralíu og svo vera með okkur á Nýja Sjálandi næsta árið.
Birna Líf mun fara í skóla sem heitir St. Margarets College og hlakkar mikið til að byrja.
Árni Kristinn og Sólný munu fara í Lyttelton Primary School sem er bara neðar í götunni okkar í Lyttelton.
Við munum reyna að setja inn svolítið af bloggfærslum þennan tíma ef ske kynni að einhver vildi fylgjast með okkur á jafngamalsdags máta og bloggi :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli