mánudagur, júní 27, 2005


Skosk ludrasveit Posted by Hello

A leidinni til Dunedin Posted by Hello

Ljonin i sokn Posted by Hello

Rugby

Áhugi Ný-Sjálendinga á Rugby jaðrar við geðveiki. Hver einasti maður, kona og barn þekkir leikmenn All Blacks (Landslið NZ í Rugby) rétt eins og um nána fjölskylduvini væri um að ræða. Það hefur því verið stór merkilegt að fylgjast með landsmönnum undanfarnar vikur, því hingað er komið Rugby-liðið Lions.

Lions er lið sem saman stendur af Englendingum, Skotum, Írum og Wales-búum. Lions koma einungis saman á 4 ára fresti og fara þá í tveggja mánaða ferð um eitt af aðalRugby löndum heimsins. Það eru samkvæmt áreiðanlegum heimildum eftirfarandi lönd Nýja Sjáland, Ástralía eða Suður Afríka. En Ljónin eru ekki ein á ferð því með þeim ferðast 20 -40 þúsund Breskir og írskir stuðningsmenn og kallast sig Barmy Army. Lions keppa við hin ýmsu félagslið fyrsta mánuðinn en seinni mánuðinn eru þrír leikir við landsliðið. NýSjálendingar taka þessar innrás Ljónanna mjög alvarlega. Viðast hvar í borginni má sjá auglýsinga veggspjöld þar sem má sjá myndir af ljónum að glíma við leikmenn All Black. Bæir og borgir eru skreyttar með svörtum blöðrum og Birna Líf átti meira að segja að taka þátt í ,, Black out day " á leikskólanum en hann er ekki eins og maður hefði haldið í fyrstu (og líklega það fyrsta alvöru íslendingum dettur í hug:), heldur áttu krakkarnir að mæta í svörtum fötum í leikskólann.

En við hjónin keyrðum eins og áður kom fram, til borgar sunnan við Christchurch sem heitir Dunedin en þar tóku heimamenn á móti Ljónunum. Þetta er 350 km keyrsla og á leiðinni var farið í gegnum ótal bæi og var hver einn og einasti skreyttur með bláum blöðrum til heiðurs liði Dunedin og rauðum blöðrum til heiðurs Ljónunum. Við gistum í borg sem heitir Oamaru, rétt fyrir utan Dunedin og keyrðum svo þangað daginn eftir. Í stuttu máli þá var borgin undirlögð af Barmy army sem allir voru vel glaðir strax um hádegi. Enda búnir að vera á pöbbunum frá því snemma morguns. Á torginu var búið að setja upp stórann skjá þannig að hægt var að fylgjast með leiknum í beinni útsendingu frá torginu. Dagurinn leið afskaplega hratt, veðrið var gott sól og 14 stiga hiti. Um hálf sjö fórum við að fikra okkur að leikvanginum og vorum heppin að fá stæði. Það sem var áberandi var hve glaðir og rólegir allir voru. Á leikvanginum var hægt að kaupa bjór í kippum, en enginn var ofurölvi eða með vesen. Leikurinn var mjög skemmtilegur og þó svo að við kynnum ekki reglurnar var nokkuð öruggt að mörkin fóru ekki fram hjá okkur. Í hvert skipti sem skorað var brutust út feikileg fargnaðarlæti hjá stuðningsmönnum liðanna. Leikurinn var nokkuð jafn og spennandi og fór að lokum 19 : 30 fyrir Ljónunum. Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort þetta sé ekki tilvalin íþrótt fyrir okkur íslendinga að stunda. Í þessari íþrótt er lítið um hamlandi reglur. Ruddaskapur víkinganna fengi að njóta sín að fullu, því að í þessari íþrótt er fátt sem ekki má.

mánudagur, júní 20, 2005


Emma og islenski faninn Posted by Hello

Kjotsupa og rugbraud Posted by Hello

17 júní 2005 á Nýja Sjálandi

Þrátt fyrir að vera stödd hinu megin á hnettinum héldum við 17 júní hátíðlegan. En Birna Líf bæti um betur og hélt líka upp á jólinn ...já ég sagði jólin. Það er víst mjög algengt að haldin sé miðsvetrar-jólahátið á þessum árstíma. Sem sagt þegar Birna Líf mætti á leiksskólan var búið að skreyta alla deildina með jólaseríum og jólaskrauti sem krakkarnir höfðu verið að búa til alla vikuna. Inni í matsalnum var búið að setja upp jólatré og einhverskonar reykháf sem jólasveinninn gat komið niðurum. Siðan voru jólalög sungin og krakkarnir skiptust á pökkum og kortum allt mjög skemmtilegt....en svolítið ruglingslegt á sama tíma. Eftir jólaskemmtunina fórum við í 17 júní kjötsúpu. Emma og Hjörtu voru svo rausnarleg að bjóða öllum Christchurch íslendingunum til sín í kjötsúpu. Emma hafði samið fjallkonuræðu sem Björg, leikkonan í hópnum, flutti síðan listilega vel. Tekið var á öllum helstu heimsins vandamálum í sófanum í stofunni og þau ræddi fram og til baka. Þegar búið var að hita súpuna upp og kveikja á braðlaukunum með Jagemeister bauð húsfreyjan til borðs. Allir gæddu sér á ljúffengri súpunni og heimabökuðu rúgbrauði með smjöri. Þarna var einnig á borðum íslenskur harðfiskur sem ferðast hafði í póstkröfu um hálfan hnöttinn og var sveim mér þá einn sá besti sem ég hef smakað. Þegar allir höfðu drukkið skál íslands dró Hjörtur fram hákal sem hann hafði á einhvern stórkostlegan hátt tekist að koma inn í landið og bauð upp á. Mér skilst að þarna hafi verið á ferðinni eins konar hákarlakraftaverk, og táruðust menn, líklega af gleði. Þessari stórkostlegu veislu lauk svo með heitu kaffi og boðið var upp á kleinur og súkkulaðiköku. Þvílíkur endir á stórkostlegu kvöldi. En við Hilmar keyrðu þetta sama kvöld 350 km suður á bogin til þess að sjá rugbyleik næsta dag. Meira um það í næsta pistli.

mánudagur, júní 13, 2005


Gauksi ad brjotast inn i bilinn Posted by Hello

Her er skidaprinsessan Posted by Hello

Sol snjor og heitt kako ummm... Posted by Hello

Hilmar og Birna Lif Posted by Hello

I fyrsta sinn a skidum Posted by Hello

Mt Hut Posted by Hello

Skíðaferð

Við fjölskyldan skelktum okkur á skíði á sunnudaginn. keyrðum upp í Mt Hut sem er aðal skíðasvæði borgarbúa Christchurch. Við fengum lánuð skíði hjá Ásdísi og Svani , en leigðum skíði handa Birnu Líf. Við vorum mjög heppin með veður og var ca 5 stiga hiti og sólskin allan daginn. Þetta var í fyrsta skiptið sem Birna Líf steig á skíði og vorum við Hilmar mjög spennt að sjá hvernig henni tækist til. Byrjendabrekkan er þjónustuð með svo kölluðu ,,töfrateppi" en það er eins og færiband sem maður stendur á og ferjar mann upp brekkuna. Mjög þægilegt þegar verið er að skíða með krakka. Nú Birna Líf var mjög dugleg. Eftir eina ferð niður brekkuna með mér, vildi hún auðvitað gera þetta sjálf og fékk það. Það er ótrúlegt að fylgjast með svona litlum krökkum á skíðum, það að standa á skíðum virðist nánast vera þeim meðfætt og hún var mjög fljót að komast upp á lagið með þetta. Hún var vissulega dugleg við að detta og notaði þá tækni til að stoppa sig. Skíðasvæðið var alveg ágætt. Það var reyndar ekki búið að opna það allt, en var eins og Bláfjöll á góðum degi. Ég hugsa að það verði frábært að fara þarna á skíða í ágúst. Þegar við vorum að gera okkur tilbúin í að fara heim hittum við fyrir eina alpa-páfagaukinn í heiminum. Hann á einmitt heima hér á Nýja Sjálandi og heldur sig efst í ölpum landsins. Hann heitir Kea (held ég:). Nema hvað að þessi tiltekni páfagaukur hafði fundið pallbíl sem yfir var breiddur dúkur. Stillti gauksi sér nú upp á pallin og tók við að losa dúkinn af pallinum, okkur sem á horfðum til mikillar skemmtunar.

föstudagur, júní 10, 2005


Sukkuladikokulest Posted by Hello

Vinir Birnu Lifar Posted by Hello

Afmaelisgestir Posted by Hello

Afmælisveisla



Birna Líf varð 3 ára þann 5 júní síðast liðinn og var haldinn heljarinnar veisla. Það var ákveðið að hafa sameiginlega afmælisveislu fyrir Ásdís , Svan og Birnu Líf auk þess sem við notuðum tækifærið og héldum innflutningspartý. Við bökuðum heilmikið af kökum og brauðréttum og buðum síðan ÖLLUM sem við þekktum og tókst þannig að smala í 25 manna veislu. Þarna voru bekkjafélagar Ásdísar, kollegar Hilmar, leigusalinn okkar og svo íslendingarnir sem búa hér í Christchurch. Boðið var upp á súkkulaðiköku-lest, brauðtertur,nýjbakaðar brauðbollur og túnfisksalat, eplaköku með rjóma, heita brauðrétti og pönnukökur með sultu og rjóma. Svo var auðvitað heitt á könnunni. Dagurinn heppnaðist mjög vel og allir gestirnir fóru heim vel mettir.

A nyju hjoli sem hun fekk i afmaelisgjof med Bangsimon-bakpoka Posted by Hello

fimmtudagur, júní 09, 2005


Svava Posted by Hello

Loksins loksins blogg

Jæja þá er ég loksins búin að koma því í verk að búa til blogg og hér er það. Ég ætla að setja hérna inn hugleiðingar og skemmtilegar frásagnir af því sem er að gerast hjá okkur andfætlingunum. Einstaka uppskriftir af kökum og gúmulaði og jafnvel teikningar og myndir af því sem verið er að smíða á heimilinu þessa dagana. Það er því gott og gagnlegt fyrir ykkur að fylgjast með. Verið líka duglega að setja inn athugasemdir.