föstudagur, júní 10, 2005

Afmælisveisla



Birna Líf varð 3 ára þann 5 júní síðast liðinn og var haldinn heljarinnar veisla. Það var ákveðið að hafa sameiginlega afmælisveislu fyrir Ásdís , Svan og Birnu Líf auk þess sem við notuðum tækifærið og héldum innflutningspartý. Við bökuðum heilmikið af kökum og brauðréttum og buðum síðan ÖLLUM sem við þekktum og tókst þannig að smala í 25 manna veislu. Þarna voru bekkjafélagar Ásdísar, kollegar Hilmar, leigusalinn okkar og svo íslendingarnir sem búa hér í Christchurch. Boðið var upp á súkkulaðiköku-lest, brauðtertur,nýjbakaðar brauðbollur og túnfisksalat, eplaköku með rjóma, heita brauðrétti og pönnukökur með sultu og rjóma. Svo var auðvitað heitt á könnunni. Dagurinn heppnaðist mjög vel og allir gestirnir fóru heim vel mettir.

A nyju hjoli sem hun fekk i afmaelisgjof med Bangsimon-bakpoka Posted by Hello

Engin ummæli: