mánudagur, júní 13, 2005

Skíðaferð

Við fjölskyldan skelktum okkur á skíði á sunnudaginn. keyrðum upp í Mt Hut sem er aðal skíðasvæði borgarbúa Christchurch. Við fengum lánuð skíði hjá Ásdísi og Svani , en leigðum skíði handa Birnu Líf. Við vorum mjög heppin með veður og var ca 5 stiga hiti og sólskin allan daginn. Þetta var í fyrsta skiptið sem Birna Líf steig á skíði og vorum við Hilmar mjög spennt að sjá hvernig henni tækist til. Byrjendabrekkan er þjónustuð með svo kölluðu ,,töfrateppi" en það er eins og færiband sem maður stendur á og ferjar mann upp brekkuna. Mjög þægilegt þegar verið er að skíða með krakka. Nú Birna Líf var mjög dugleg. Eftir eina ferð niður brekkuna með mér, vildi hún auðvitað gera þetta sjálf og fékk það. Það er ótrúlegt að fylgjast með svona litlum krökkum á skíðum, það að standa á skíðum virðist nánast vera þeim meðfætt og hún var mjög fljót að komast upp á lagið með þetta. Hún var vissulega dugleg við að detta og notaði þá tækni til að stoppa sig. Skíðasvæðið var alveg ágætt. Það var reyndar ekki búið að opna það allt, en var eins og Bláfjöll á góðum degi. Ég hugsa að það verði frábært að fara þarna á skíða í ágúst. Þegar við vorum að gera okkur tilbúin í að fara heim hittum við fyrir eina alpa-páfagaukinn í heiminum. Hann á einmitt heima hér á Nýja Sjálandi og heldur sig efst í ölpum landsins. Hann heitir Kea (held ég:). Nema hvað að þessi tiltekni páfagaukur hafði fundið pallbíl sem yfir var breiddur dúkur. Stillti gauksi sér nú upp á pallin og tók við að losa dúkinn af pallinum, okkur sem á horfðum til mikillar skemmtunar.

Engin ummæli: