mánudagur, júní 20, 2005
17 júní 2005 á Nýja Sjálandi
Þrátt fyrir að vera stödd hinu megin á hnettinum héldum við 17 júní hátíðlegan. En Birna Líf bæti um betur og hélt líka upp á jólinn ...já ég sagði jólin. Það er víst mjög algengt að haldin sé miðsvetrar-jólahátið á þessum árstíma. Sem sagt þegar Birna Líf mætti á leiksskólan var búið að skreyta alla deildina með jólaseríum og jólaskrauti sem krakkarnir höfðu verið að búa til alla vikuna. Inni í matsalnum var búið að setja upp jólatré og einhverskonar reykháf sem jólasveinninn gat komið niðurum. Siðan voru jólalög sungin og krakkarnir skiptust á pökkum og kortum allt mjög skemmtilegt....en svolítið ruglingslegt á sama tíma. Eftir jólaskemmtunina fórum við í 17 júní kjötsúpu. Emma og Hjörtu voru svo rausnarleg að bjóða öllum Christchurch íslendingunum til sín í kjötsúpu. Emma hafði samið fjallkonuræðu sem Björg, leikkonan í hópnum, flutti síðan listilega vel. Tekið var á öllum helstu heimsins vandamálum í sófanum í stofunni og þau ræddi fram og til baka. Þegar búið var að hita súpuna upp og kveikja á braðlaukunum með Jagemeister bauð húsfreyjan til borðs. Allir gæddu sér á ljúffengri súpunni og heimabökuðu rúgbrauði með smjöri. Þarna var einnig á borðum íslenskur harðfiskur sem ferðast hafði í póstkröfu um hálfan hnöttinn og var sveim mér þá einn sá besti sem ég hef smakað. Þegar allir höfðu drukkið skál íslands dró Hjörtur fram hákal sem hann hafði á einhvern stórkostlegan hátt tekist að koma inn í landið og bauð upp á. Mér skilst að þarna hafi verið á ferðinni eins konar hákarlakraftaverk, og táruðust menn, líklega af gleði. Þessari stórkostlegu veislu lauk svo með heitu kaffi og boðið var upp á kleinur og súkkulaðiköku. Þvílíkur endir á stórkostlegu kvöldi. En við Hilmar keyrðu þetta sama kvöld 350 km suður á bogin til þess að sjá rugbyleik næsta dag. Meira um það í næsta pistli.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli