þriðjudagur, október 17, 2006
Árni Kristinn að príla
Nú hefur hann áttað sig á því að hægt er að komast þar sem áður var ókleift, með því að draga á eftir sér plaststólinn sem hann stendur á. Svo stillir hann honum upp við græjurnar eða bara hvar sem er og kemst nú í allt sem ekki má. Hann sjálfur er afskaplega ánægður með þessa uppgötvun. Hið sama verður ekki sagt um foreldra hans.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli