Krakkarnir eru búnir að vera veikir með ælupest í síðustu viku og voru því mestmegnis heima við. Þau eru búin að jafna sig vel aftur og una sér afskaplega vel í nýja húsinu okkar og njóta þess að leika sér fáklædd úti í garði og á pallinum í góða veðrinu sem hér hefur verið sl. vikur. Það hefur oft á tíðum eiginlega verið of heitt....upp í 35 gráður yfir daginn. Birna Líf er farin að ókyrrast á leikskólanum og segist vilja fara að byrja í skóla....hún vill vera skólastelpa og skilur ekki hvað hún þarf að bíða lengi eftir þessu. Við eigum að fá svar í næstu viku hvort hún komist inn í Ilam skóla sem er við hliðina á háskólanum og barnaheimilinu.
Árni Kristinn er ánægður á leikskólanum og er svona farinn að babla aðeins meira. Það er þó ýmist á ensku eða íslensku og er t.d. mjög vinsælt hjá honum núna að segja ,,my daddy" þegar hann sér mig og það er náttúrulega alger bræðingur fyrir stoltan pabba. Þeim systkininum semur oftast nær fjarska vel saman en það getur valdið vandræðum þegar þau vilja bæði leika sér að sama hlutnum og þá er tekist hressilega á. Birna Líf er samt ofsalega þolinmóð gagnvart litlu jarðýtunni og passar alltaf upp á að hann sé ekki skilinn útundan.
2 ummæli:
Hello!
This work is very good. Thank you
dood weekend
Á ekki að fara setja linkinn á myndasíðuna einhverstaðar hérna til hliðar!!
kv.
Ónefnd systir
Skrifa ummæli