Lífið er að falla í nýtt jafnvægi....talsvert hefur breyst á síðastliðnum mánuði. Fyrir utan að flytja inn í nýja húsið okkar þá er Svava núna byrjuð á fullu í skólanum og er á milljón að reyna að rifja upp og læra nýja algebru. Birna og Kiddi voru hjá okkur í 2 vikur á voru krakkarnir á meðan í fríi á leikskólanum við mikla kátínu. Birnu Líf og Árna Kristni þótti fátt skemmtilegra en að ryðjast inn í herbergið þeirra snemma á morgnana og vekja þau með látum og hoppa upp í rúm til þeirra við gagnkvæma ánægju ömmu og afa. Lífinu var tekið með mikilli ró í þessari heimsókn þeirra....farið í göngutúra um umhverfið, húsið endurskipulagt, góður matur og góð vín. Sunnudaginn eftir að þau komu þá var hér mikil götuhátíð þar sem aðalgötunni var lokað og upp voru settir sölustallar, vínsmökkun, fjöllistamenn, hljómsveitir o.s.frv. Veðrið var upp á hið besta og nutum við öll dagsins út í ystu æsar. Allt of fljótt var svo komið að brottför þeirra en sem betur fer erum við öll að fara í heimsókn til Íslands eftir örfáa mánuði og börnin geta farið að hlakka til þess að láta ömmur, afa og annað skyldfólk spilla sér tímabundið!
sunnudagur, mars 18, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli